Geir Elvar Gylfason er einn af yngri kynslóðinni í Krúser. Hann ekur gulri Corvettu árgerð 1994.
Geir hefur svo sannarlega sett sitt handbragð á bílinn enda stórglæsilegur bíll að öllu leyti.
Vel með farið eintak
Hann eignaðist bílinn í fyrra en á þeim stutta tíma hefur hann gert mikið fyrir bílinn. „Hann var alveg orginal bíllinn þegar ég keypti hann”, segir Geir inntur eftir ástandi bílsins og eigendasögu.
Síðustu tuttugu árin hefur bíllinn verið í eigu lögmanns hér á landi. Sá sem flutti bílinn inn sagðist hafa fengið upplýsingar um að fyrsti eigandi bílsins hafi verið hátt settur hjá Chiquita bönunum í Bandaríkjunum.
Hrikalega flottur bíll
Geir fór strax í að betrumbæta bílinn og náði sér í felgur og spoilerkitt í fyrrasumar. Felgurnar voru svartar og komnar til ára sinna en hann lét renna framan á miðjum og póleraði lippin.
Það er engum blöðum um það að fletta að bíllinn er með einar flottustu felgur á landinu eftir að Geir fór höndum um þær.
Talsverðar endurbætur
Næst á dagskrá er síðan grófari knastás í bílinn sem bæði gefur honum meira afl en ekki síður grófara og öflugra hljóð. „Ég vill að bíllinn hljómi þannig að hann sé alveg við það að drepa á sér”.
„Svo er bara að sjá hvert framhaldið verður og hvert bíllinn tekur mig í rauninni.”
Lækkunarkittið gerir bílinn einstakan
Það voru settar í bílinn longtube flækjur ásamt nýju pústi og TorqHead LS PCM tölvukerfi sem gerir kleift að tjúna bílinn í gegnum tölvu, en sá búnaður er þróaður með LS vélarafkerfi í grunninn.
Það nýjasta sem bæst hefur við bílinn er spoilerinn og brettakantar sem gera bílinn alveg hrikalega flottan.
Lækkunarkittið gerir einnig heilmikið fyrir bílinn.
Í þessum bíl eru þverfjaðrir að framan og því aðeins meira mál að eiga við lækkunnina en fjöðrunin er tekin alveg niður framan og skipt um púða til að ná þessari lækkun.
Að lækka bílinn að aftan var mun einfaldara við að eiga en þar er skipt út bolta sem skrúfar bílinn neðar.
Allt þetta hefur Geir gert sjálfur með góðum vinum/vinkonum og föður eða í félagi við sérfræðing í þessum bílum hér á landi.
Corvettan er ekki ekin nema um 118 þús. kílómetra og hefur ávallt fengið toppviðhald enda má sjá á bílnum að vel hefur verið farið með hann.
Vélin í bílnum er 5,7 lítra, 300 hestafla villdýr en sjálfsagt eitthvað aðeins kraftmeiri eftir breytingar.
Sífelld þróun
Corvetta Geirs er af svokallaðri LT1 gerð en LT4 gerðin kom síðan út árið 1996 en sá bíll var með beinskiptingu. Um þetta leyti varð boddý bílsins mun rennilegra og með ávalari línum.
Annars hefur Corvettan verið í síflleldri þróun í gegnum árin og nýjustu bílarnir eru í einu orði sagt „rosalegir”.
Hvað hönnun varðar var LT1 Corvettan með rennilegra og nútímalegra ytra byrði, með áberandi framhlið, pop-up framljósum og straumlínulagaðra heildarútliti.
Geggjaður gulur
Hvað varðar litavalkostina sem voru í boði fyrir Corvettuna 1994, þá var „Competition Yellow“ einn af þeim litum sem í boði var fyrir það árgerð. Competition Yellow var líflegur og áberandi gulur litur sem bætti sportlegu og kraftmiklu útliti við Corvettuna. Það er liturinn á bíl Geirs Elvars.
Alvöru sporteiginleikar
Corvette frá 1994 var boðin með ýmsum vélarkostum, þar á meðal venjulegri 5.7 lítra V8 vél (þekkt sem LT1) sem skilaði um 300 hestöflum en hún var nokkuð öflug á sínum tíma.
Corvettur sem komu á tíunda áratug síðustu aldar voru einnig með endurbættri fjöðrun og aksturseiginleikum sem gerði bílinn talsvert samkeppnishæfari við aðra sportbíla.
Umræður um þessa grein