- Gert er ráð fyrir fyrstu afhendingu til viðskiptavina í haust.
Volkswagen hefur formlega hafið framleiðslu á glænýjum, rafknúnum ID.7 fólksbíl í verksmiðju sinni í Emden í Þýskalandi, sem framleiðir einnig ID.4 gerðina.
Þetta er táknræn byrjun á fjöldaframleiðslu (lítilli framleiðslulotu var hleypt af stokkunum í júní). Framleiðandinn tekur þegar við pöntunum í Þýskalandi og fyrstu sendingar viðskiptavina munu líklega hefjast í haust.
Við skulum minnast þess að verksmiðjan í Emden var nýlega fyrir áhrifum af ónógri eftirspurn (eftir ID.4) segir vefur insideevs, sem í lok júní leiddi til tveggja vikna niðurfellingar á seinni vöktum, lengra frí í verksmiðjunni og ákvörðun um að fresta gagnsetningu á þriðju vakt til hausins.
Með öðrum orðum, þegar lengra er haldið, byggist allt á eftirspurn ID.4 (einnig framleiddur í Zwickau) og nýja ID.7.
Framleiðsla hefst á Volkswagen ID.7 í Emden Þýskalandi þann 21. ágúst 2023.
Volkswagen ID.7 er smíðaður á nýjum MEB-grunni, sem í upphafi verður búin 77 kílóvattstunda rafhlöðu (nothæf afköst af um 81 kWst samtals) sem þekkt er frá ID.3 og ID.4. Gert er ráð fyrir að drægni ID.7 Pro-gerðarinnar 615 km samkvæmt evrópsku WLTP prófunarlotunni.
Síðar kemur til viðbótar og algjörlega nýr rafhlöðuvalkostur – 86 kWh af nothæfri afkastagetu (91 kWh samtals), sem ætti að gefa ID.7 Pro S-búnaðargerðinni WLTP drægni upp á 700 km. Það er ekki ljóst hvenær nákvæmlega nýja rafhlaðan kemur. Nýja rafhlaðan þolir allt að 200 kílóvatta DC hleðslu en sú minni allt að 170 kW.
Nýr rafmótor
Annað áhugavert er rafmótorinn. Volkswagen ID.7, sem fyrsta gerðin á MEB-grunni, verður búinn nýjum APP550 rafmótor, sem hefur allt að 210 kW afl. Til viðmiðunar notaði Volkswagen áður 150 kW mótor að aftan (og 80 kW mótor til viðbótar að framan í aldrifs (AWD) útgáfum).
Volkswagen ID.7 er afturhjóladrifinn en líkur eru á að fjórhjóladrifsútgáfa (sem heitir GTX í Evrópu) verði einnig kynnt.
Áætlað er að Volkswagen ID.7 komi inn á Norður-Ameríkumarkaðinn árið 2024. Hann verður einnig seldur í Kína, en framleiddur á staðnum af tveimur verksmiðjum í samrekstri – FAW-Volkswagen og SAIC Volkswagen.
(Mark Kane – insideevs)
Umræður um þessa grein