- Ford segir Mustang GTD keppa við sportbíla frá Porsche, Aston Martin og Mercedes
- Ford mun framleiða takmarkaðan fjölda af 300.000 dollara GTD í samstarfi við Multimatic.
Ford er að bæta 300.000 dollara (39,6 milljónir ISK), 800 hestafla „ofurbíl“ ofan á Mustang-línuna sína sem ætlað er að keppa við evrópska ofurbíla bæði á brautinni og á götum úti.
2025 Mustang GTD er talinn öflugasti götulöglegi bíllinn með „hestamerkinu“ frá upphafi og er byggður á Mustang GT3 keppnisbílnum sem mun snúa aftur til Le Mans á næsta ári. Hann inniheldur koltrefjaplötur, magnesíumfelgur, átta gíra milliöxul eða sambyggt drif og gírkassa, sem er festur að aftan, hálfvirka fjöðrun og sérstaka 5,2 lítra V-8 vél.
„Þetta er hápunktur tegundarinnar og það besta í bæði götu- og kappakstri,“ sagði Jim Baumbick, varaforseti vöruþróunar og gæða hjá Ford.
Ford sagði að það muni byrja að framleiða GTD í samstarfi við Multimatic síðla árs 2024 eða snemma árs 2025 í „takmörkuðu“ magni. Farartækið verður sett saman í Mustang verksmiðjunni í Flat Rock í Michigan, áður en bíllinn verður fullkláraður af Multimatic í Markham, Ontario.
Stjórnendur segja að hugmyndin að ökutækinu hafi komið frá forstjóranum Jim Farley, sem krafðist þess að fá útfærslu til aksturs á almennumvegum þegar hann sá GT3. Farley kynnti þennan möguleika á Twitter í mars.
„Ég hef alltaf lofað sjálfum mér að ég myndi ýta liðinu mínu til að gera hluti sem voru óvanalegir í nafni þess að framleiða eitthvað sem er virkilega sérstakt,“ sagði Farley. „Ég vil sjá Porsche, ég vil sjá Aston Martin, ég vil sjá Mercedes svitna.“
Ford segir að bíllinn hafi alfarið verið hannaður fyrir frammistöðu.
Mustang GTD heldur áfram þeirri stefnu Ford að bjóða áhugasömum kaupendum afleiður af vinsælum bílum.
Skottplássinu hefur til dæmis verið skipt út fyrir hálfvirka fjöðrunina, vökvastjórnunarkerfi og kælikerfi fyrir sambyggðan gírkassa og drif (sem Ford kallar „milliöxul“) sem notar hlíf sem er innblásin frá kappakstursbílum í staðin fyrir skottlokið. Tvær loftrásir leiða loft af afturrúðunni og í gegnum varmaskiptana.
Það að hafa gírskiptinguna að aftan veitir næstum jafnri þyngdardreifingu milli fram- og afturás. Tiltækur vökvastýrður virkur afturvængur sem festur er á C-bitann getur aukið og bætt loftaflfræðina.
Að innan hefur aftursætið verið fjarlægt til að draga úr þyngd og veita hleðslurými.
Hér sést vel hvernig drifbúnaður og gírkassi mynda einingu í afturenda bílsins til að halda 50:50 þyngdarjafnvægi.
800 hestafla V8-vél
Aflið er meira en 800 hestöfl frá mikið uppfærðri V8-vél með forþjöppu – gerir GTD að öflugasta Mustang sem hingað til hefur verið búinn til, en vélin gerir að meira að segja meira en 2019, 700 hestafla Shelby GT500 gerði. Bíllinn er enn öflugri en Ford GT MK IV, sem aðeins er ætlaður fyrir kappakstursbraut og sem sýndur var á síðasta ári.
Sérsmíðuð 5,2 lítra vélin er stærri en sú sem er í hefðbundnum Mustang fyrir akstur á vegum og inniheldur nokkrar breytingar frá mótorsporti – þar á meðal þurra olíubiðu, tvöföld loftinntök og títan útblásturskerfi með virkum ventlum (sem gefur af sér „óvenjuleg hljóð”).
Vélin skilar aflinu til 345 mm breiðra afturhjólanna með léttum koltrefjadrifskafti og átta gíra gírkassa – sá síðarnefndi settur í aftast í bílnum stað hefðbundins gírkassa til að tryggja „nálægt 50:50“ þyngdardreifingu að framan og aftan, og vegna þess að prófanir hafa sannað að það sé áhrifaríkasta leiðin til að „koma aflinu til jarðar“.
„Hönnunarteymið okkar vann í samvinnu við Mustang GT3 hönnunarteymið og loftfræðiteymið, deildi lausnum á milli keppnisbíla og vegabíla og öfugt,“ sagði Anthony Colard, hönnunarstjóri Ford Performance. „Þetta er loftaflfræðidrifin hönnun“.
Mustang GTD heldur áfram þeirri stefnu Ford að bjóða upp á afleiður af vinsælum nafnplötum eins og Mustang, Bronco og F-150 sem höfða til áhugasamra kaupenda.
Ford sagði að GTD verði fáanlegur með mörgum litasamsetningum í innra rými og nokkrum „sérstökum valkostum“. Það er líka hægt að panta það í hvaða lit sem er og samsvara við sýnishorn frá viðskiptavinum.
Ford sagði að það verði umsóknarferli fyrir væntanlega kaupendur, svipað og það gerði fyrir síðustu kynslóð GT ofurbílsins. Ford var einnig í samstarfi við Multimatic um GT.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein