- Stellantis ætlar að koma með rafbíl byggðan á Panda á verði undir 25.000 evrur til að keppa við bíla frá Renault og BYD
- Áætlunin kemur þegar bílaframleiðendur berjast við að halda fjöldamarkaðskaupendum, sem hafa séð eyðslugetu sína minnka vegna verðbólgu.
Samkvæmt frétt frá Bloomberg á vef Automotive News Europe ætlar Stellantis að bæta við öðru ódýru rafknúnu ökutæki í safn sitt til að keppa við Renault og kínverska bílaframleiðendur þar sem neytendur leita að ódýrari rafbílum.
Nýi rafbíllinn – einfaldur Fiat sem byggir á grunni Panda og mun eiga að kosta innan við 25.000 evrur (rétt liðlega 3,6 milljónir ISK) – verður frumsýndur í júlí 2024 til að takast á við Dacia Spring frá Renault, sagði Olivier Francois, forstjóri Fiat vörumerkisins, í viðtali.
„Það er raunveruleg þörf fyrir rafbíla á viðráðanlegu verði,“ sagði Francois.
Stellantis, móðurfélag Fiat, ætlar einnig að hefja sölu á fullrafmögnuðum borgarbíl frá franska vörumerkinu sínu Citroen á undir 25.000 evrum snemma á næsta ári.
Sá bíll, e-C3, verður framleiddur í Slóvakíu til að halda niðri kostnaði og keppa betur við Spring, sem er smíðaður í Kína fyrir lággjaldavörumerki Renault Dacia, og væntanlegan rafmagnsbíl, framleiddan í Frakklandi – Renault 5.
Nýr rafbíll frá Fiat til að keppa við Dacia Spring verður innblásinn af Panda smábílnum sem er hér á myndinni.
Áætlunin kemur þegar bílaframleiðendur berjast við að halda fjöldamarkaðskaupendum, sem hafa séð eyðslugetu sína minnka vegna verðbólgu. Og þar sem kínversk vörumerki koma inn á markað í Evrópu eykst þrýstingurinn á að markaðssetja rafbíla á viðráðanlegu verði.
Fiat ætlar einnig að kynna rafmagns Fiat 500 aftur í Bandaríkjunum, stærsta hagnaðarsvæði Stellantis.
Varðandi nýja rafmagns Panda, „það er mjög líklegt að það verði samlegðaráhrif“ með grunninum sem notaður er fyrir nýja Citroen e-C3, sagði Francois.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein