Mánudagskvöldið 31. júlí mátti sjá hvern glæsibílinn af öðrum safnast saman á einu af bílastæðunum við Háskólann í Reykjavík, og það sem merkilegar var að allir bílarnir voru af gerðinni Mercedes Benz.
Svarið við þessu var einfalt, hér voru á ferðinni meðlimir í Mercedes-Benz klúbbi Íslands, og hafa haft þennan háttinn á um árabil að hittast með bílana sína og spjalla á góðri kvöldstund.
Skemmtilegir hittingar
Mercedes-Benz klúbbur Íslands er hluti af Mercedes Benz Car Clubs sem er alþjóðlegt klúbbasamband á vegum Mercedes-Benz AG, framleiðanda Mercedes-Benz, og þessi klúbbur fagnar einmitt 20 ára starfsafmæli á þessu ári.
Stefna klúbbsins er gæta hagsmuna Mercedes-Benz eigenda og áhugamanna og að tengja saman þessa aðila á Íslandi með því að stuðla að mannamótum þeirra á meðal.
Þarna mátti sjá hvern glæsibílinn á fætur öðrum, sumir af eldri bílunum greinilegir „gullmolar“ og sterk kvöldsólin hreinlega glitraði á þessum vel bónuðu bílum.
Aðeins um bílana á svæðinu
Við fengum Benedikt Hans Rúnarsson í lið með okkur til að fræða okkur aðeins um bílana á svæðinu.
Þessi hérna er “124036” sem er sérstakt týpunúmer af W124 „E Class“ Mercedes Benz 500E (einnig sem E 500 sem “Facelift”).
Það eru nokkrir bílar svona á landi en þessir bílar voru smíðaðir í samvinnu við Porsche. Porsche sá um samsetningu að hluta og hönnun breytinga en þó alltaf með Benz hlutum.
Benz hafði ekki tækifæri á að framleiða þessa bíla alveg sjálfir og Porsche vantaði verkefni svo að þeir fengu verkefni sem hjálpaði þeim á erfiðum tímum. Um leið ku Benz hafa lofað að setja ekki V8 vélina í C124 (coupé útgáfuna af 124 E class) til að keppa ekki við Porsche 928.
Þessir bílar voru á bílasýningu í París í október 1990. Þetta er 4 dyra fólksbíll framleiddur í nánu samstarfi við Porsche bílaverksmiðjurnar og hafði hann 32 ventla, V-8 vél sem skilaði 326 hestöflum og sú vél var einnig fáanleg í 500SL roadster.
Þessi 500E var geysilega mikið verkfæri og náði 97 km hraða á 5.5 sek og fór kvartmíluna á 14,1 sek á 163 km hraða. Hámarkshraði var innsiglaður við 251 km per klukkustund.
Benz byrjaði með bókstafaheiti á allar gerðir ca. ´92-93 sem er ástæða þess að 500E varð að E500, 300GE varð að G300, 190 bíllinn varð að C class o.s.frv.). Þessi bíll er í raun með týpunúmerið A124
A fyrir Cabriolet
C fyrir Coupé
S fyrir Station
W fyrir sedan
V fyrir limousine (long wheelbase – jafnvel 6 dyra)
Þetta form er enn notað hjá Benz til að aðgreina bíla eftir útfærslu. 124 línan frá Benz var framleidd frá 1986 – 1997.
Oft sagt „built like a tank”
S Class, týpunr W140 (1991-1998) – leystu hinn vinsæla S-Class W126 af hólmi og þótti tækniundur á sínum tíma. Benz sparaði ekkert til við að hanna og búa til þennan bíl. Oft talað um hann sem „built like a tank“.
Þessi hérna er svo W126 S-class 420SEL – fluttur inn af Stefáni Hilmarssyni söngvara með meiru).
SL Class, týpunr. R129, (1989-2001). – Hér með blæju.
Í þessa bíla var hægt að fá vélar frá 2.8L línu sexu í 7.3L V12.
CLS AMG 63, týpunr. C219 (2004-2010 – 63 AMG kom 2006), – sjálfsagt ekki margir svona á landinu.
CLS var byggður á E Class W211 og kynnti Benz þar með til sögunnar 4 dyra Coupé bíla sem urðu ansi vinsælir um tíma (aðrir komu með sínar útfærslur s.s. Audi A7, VW CC, Porsche Panamera ofl.).
SL Class R129 – 500SL (1989-2001), hér með toppnum á (komu með útskiptanlegum toppi og blæju).
C63 AMG, týpunúmer W204 (2007-2015). Einstakt eintak og lítið ekinn (líklega innan við 20þ).
Sagan segir að C63 sé fyrsti AMG Mercedes bílinn sem hannaður var frá grunni sem „AMG Mercedes“ en ekki sem „tökum grunnbílinn og bætum einhverju skemmtilegu í hann“. Vélin er um 460-480 hestöfl.
GL -Class, týpunr. X164 (2006-2015) átti að leysa G Class af hólmi en sá bíll er svo vinsæll að Benz ákvað að framleiða þá áfram. GL heitir nú GLS.
Grái bíllinn fremst á myndinni er C Class – týpunr. W202 (1993-2000), þessi bíll leysti hinn vinsæla W201 „190E“ bíl af hólmi og með þeim bíl (W201) var Benz að koma á markaðinn með bíl til að keppa við keppa við BMW 3-línuna.
S-Class – týpunr. W116 (1972-1980) en þetta er fyrsti Benzinn sem fékk formlega heitið „S Class“ hjá Benz og kom fyrst á markaðinn 1972.
Áður höfðu fyrri gerðir verið merktar með S að aftan, t.d. 280 SEL þar sem S var notað til að skilgreina bílana frá „minni og ódýrari bilum“ (S merkir = Sonderklasse á þýsku (= Special class), E fyrir einspritzung Einspritzung (bein innspýting) og L fyrir long eða lengri bíll (280SE var þá styttri / venjuleg lengd á bíl en 280SEL lengri).
Hér er SLK class – týpunr. R170. Þessi gerð var valin bíll ársins í Bandaríkjunum árið 1997. Eigandinn er klædd í stíl við bílinn.
Þarna má sjá (til vinstri) S Class týpunr. W126 (1979-1991) en til hægri fyrir miðju er E-Class týpunr. W211 (2002-2009). Þetta eintak er aðeins „rétt tilkeyrt”, ekki nema um 9.000 km.
Mercedes-Benz týpunr. TN/T1 (1977-1995) – hér breyttur sem húsbíll. Ekki viss um hvort þetta sé „original“ Mercedes-Benz húsbíll en Benz sendi frá sér húsbíla sem kölluðust Marco Polo og er það heiti enn notað yfir húsbíla sem hægt er að kaupa beint af Benz.
Arftaki T1 er hinn geysivinsæli Mercedes-Benz Sprinter.
Það er greinilegt að þeir sem þarna voru mættir voru stoltir af sínum bílum, og nutu þess að vera þarna saman og spjalla og bera saman bíla sína.
Hér má sjá Lorinser felgur á 500SL.
Myndband
Texti: Jóhannes Reykdal og Pétur R. Pétursson
Myndir, myndband og klipping: Pétur R. Pétursson
Allar myndir og myndbönd tekin á Samsung S21 Ultra
Umræður um þessa grein