- Sleggjan, sem er systurfélag Bílaumboðsins Öskju, hefur hafið sölu á rafmögnuðum eActros.
Með eActros tekur Mercedes-Benz stórt stökk fram á sviði sjálfbærra flutninga og undirstrikar skuldbindingar sínar til umhverfisins.
„Koma eActros undirstrikar að tími orkuskipta er runninn upp. Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni, hvort sem það er í hefðbundnum fólksbílum, sendi- og atvinnubílum, eða stæðilegum vörubifreiðum. Mikilvægt er að allir rói í sömu átt; innflytjendur bíla, hagaðilar og síðast en ekki síst stjórnvöld. Íslensk stjórnvöld verða að standa við bakið á alvöru orkuskiptum og gera það kleift, og rekstrarlega mögulegt, fyrir fyrirtæki að fara í orkuskipti. Það hefur verið útgefið markmið stjórnvalda að það skuli nást. Fróðlegt verður að sjá hvað gerist í þeim efnum og hvort stjórnvöld standi bak við gefin loforð og fjármagni orkuskipti,” segir Eiríkur Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Sleggjunnar.
Eiginleikar eActros eru lykilatriði í flutningum framtíðarinnar, enginn mengandi útblástur, hljóðlátur og skilvirkur. eActros er 100% rafdrifinn með öflugri rafdrifinni drifrás.
Eitt af því sem aðgreinir eActros frá samkeppnisaðilum er rafmagnsdrifásinn (eAxle), sem er fyrirferðarlítil og léttur, en hann hýsir 2 rafmótora sem vinna á sitt hvorum hraðanum.
Þetta einfaldar búnað bílsins þar sem enginn gírkassi er til staðar né drifskaft. Nýr eAxle stuðlar einnig að aukinni skilvirkni, minnkar orkutap og eykur drægni bílsins.
2ja þrepa rafmótorinn tryggir stiglausa og átakalausa hröðun sem gerir bílinn sérstaklega þægilegan í akstri.
(fréttatilkynning frá Öskju)
Umræður um þessa grein