- Losun við framleiðslu sögð vera 500 sinnum eitraðari en frá dísilolíu og bann lagt til fyrir árið 2024
Stefnt er að því að banna krómhúðun, sem gæti neytt bílaframleiðendur til að endurskoða eitt af mest nýttu efnum til að gefa bílum hágæða útlit.
Bannið hefur verið lagt til vegna heilsufarsvandamála sem tengjast framleiðslu á sexgildu krómi, sem er þekkt að vera krabbameinsvaldandi. Sérstaklega er það uppspretta langvinns lungnakrabbameins, þar sem losun í lofti sem losnar við húðunarferlið er sögð vera 500 sinnum eitraðari en dísilolía.
Til eru efni sem geta dregið úr þessari losun, en innihalda Perflúoralkýl og Pólýflúoralkýl efni (PFAS), sem er annað mjög eitrað efni.
ESB hefur lagt til bann frá 2024, og aðrir heimshlutar – einkum Kalifornía – fylgja í kjölfarið. Þar sem báðir eru stórir bílamarkaðir, er búist við að það hafi veruleg áhrif á bílahönnun nema annað efni með sömu eiginleika komi í staðinn.
Yfirhönnuður Renault hefur sagt að jafnvel þótt aðrir kostir finnist ætti að kanna ný efni.
Auk þess að gefa bílahlutum silfurlitaða áferð hefur króm verið mikið notað í daglegu heimilislífi, þar á meðal á krana við eldhúsvaska, í ljósabúnaði og á íhlutum sem þurfa að vera ryðþolnir, svo sem lendingarbúnað í flugvélum og veiðarfæri.
Gilles Vidal, yfirhönnuður hjá Renault, sagði hins vegar að jafnvel þótt aðrir kostir finnist vonast hann til að ný efni verði könnuð.
„Það er verið að rannsaka lausnir sem ekki menga, en ég vona að það séu ástæður fyrir því að við getum komist í burtu frá því,“ sagði hann. „Það er kominn tími til að við breytum leiknum aðeins og opnum huga okkar umfram króm, það eru sjálfbærari kostir.
Hann benti á notkun Renault á ákveða og korkáferð sem dæmi, sem og 60% endurunnið Alcantara.
(frétt á vef Autocar)
Umræður um þessa grein