Sumarið á Íslandi er svo stutt að það er varla komið þegar það fer. Það er því ekki að undra að eigendur fornbíla vilji sýna sig og sjá aðra í þeirri veðurblíðu sem undanfarið hefur herjað á okkur borgarbúa.
Í þessum greinarstúf fylgjum við eftir Krúser félögum í kvöldrúnti frá því 6. júlí síðastliðinn en þetta er seinni hluti myndasyrpu sem blaðamenn Bílabloggs.is tóku upp á rúntinum. Fyrri partinn má sjá hér.
Það er gaman að sjá gróskuna í fornbílageiranum hér á landi. Við eigum ótrúlegt magn flottra bíla sem vekja athygli um víða veröld.
Já, ég segi víða veröld því þetta eru sennilega mest mynduðustu bílar landsins því túristarnir fylla myndavélarnar þegar þeir sjá strolluna aka um götur Reykjavíkur.
Til að gera langa sögu stutta látum við myndirnar tala með þessari grein. Myndirnar eru skjáskot úr myndbandi sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Myndataka og klipping: Pétur R. Pétursson
Myndband tekið á Samsung S21 Ultra og ljósmyndir skjáskot úr myndbandi.
Umræður um þessa grein