- Systkini Jeep Avenger, væntanleg árið 2024, verða þau fyrstu til að taka upp „Coda Tronca“ afturenda
Það er svolítið síðan Alfa Romeo var hér á markaði fyrir alvöru, en það kann að breytast með nýjum gerðum sem eru á leiðinni.
Alfa Romeo hefur gefið sína stærstu vísbendingu hingað til um sjónrænt útlit næstu kynslóðar rafknúinnar línu, en fyrsta gerðin á að koma árið 2024 sem lítill sportjeppi.
Alejandro Mesonero-Romanos hönnunarstjóri Alfa hefur opinberað að lið hans hafi sótt innblástur frá forverum sínum á sjöunda áratugnum og „Coda Tronca“ – eða „stuttur aftrurendi“ – á bílunum sem þeir bjuggu til þá.
„Þessir bílar með „ferhyrndan“ afturenda voru nýstárleg hönnun síns tíma, þeir fyrstu voru í raun Giulia SZ og TZ snemma á sjöunda áratugnum,“ sagði Mesonero-Romanos.
„Þeir fylgdu loftaflfræðilegum kenningum Dr. Kamm, auðvitað, en rannsóknir Alfa sjálfar voru gerðar í þróun þeirra, þar sem bílar voru jafnvel skornir niður við hlið brautarinnar til að sjá hversu miklar loftmótstöðubætibgar væri hægt að gera.
Mesonero-Romanos bætti við: „Næsta kynslóð bílanna okkar mun færa Coda Tronca aftur í núverandi hönnun – sem leið til að auka loftaflfræðilega skilvirkni og drægni, auðvitað, en einnig til að gefa bílunum áberandi, klassískan Alfa Romeo hönnunarstíl”.
„Coda Tronca“ („stuttur afturendi“) einkennið frá klassískum Alfa Romeo eins og Giulia TZ , sem er hér á myndinni, mun snúa aftur
Þetta fylgir sömu leið og vörumerki eins og Hyundai, sem hefur notað „retró“ stíl til að tæla viðskiptavini með Hyundai Ioniq 5.
En hönnunarstjóri Alfa varaði við: „Við verðum að passa upp á hversu mikinn innblástur við sækjum frá fortíðinni – sem hönnuðir, svolítið eins og matreiðslumenn, til að blanda klassískum hráefnum í „nýja sósu“ sem kynslóð nútímans mun bregðast við. En Coda Tronca mun vera gagnlegt innihaldsefni fyrir okkur og þú munt sjá það á nokkrum framtíðargerðum.“
Vöruáætlun Alfa Romeo mun innihalda nokkrar alveg nýjar gerðir umfram „fyrsta“ rafbílinn. Meðal þeirra eru nýir bílar fyrir bæði D-hluta Giulia og Stelvio árið 2025 og síðan alveg nýr E-hluta crossover árið 2026, sem búist er við að verði mikilvægur fyrir vöxt fyrirtækisins út fyrir Evrópumarkað.
Nýtt „ítalskt“ nafn
2024 B-hluta jepplingurinn, sem verður tengdur Jeep Avenger, mun hefja endurnýjun gerðarinnar og átti að heita Brennero. Hins vegar var það nafn útilokað af Mesonero-Romanos: „Nafnið á gerðinni er nú ákveðið. Það verður ítalskt og það verður fallegt. En meira en það get ég ekki sagt í bili.”
(Autocar)
Umræður um þessa grein