- 1 af aðeins 698 eintökum, framleiddum af 1967 árgerð af Ford Bronco Roadster
- 1 af aðeins 70 eintökum, framleiddum af 1967 árgerð fluttum til Suður-Ameríku.
- 1 af aðeins 33 eintökum, framleiddum af 1967 árger í Springtime gulum lit
- Eini full uppgerði bíllinn af 1967 árgerð, sem fluttur hefur verið aftur til Bandaríkjanna
- Eini full uppgerði bíllinn af 1967 árgerð með tvískiptum hurðum að aftan.
- Vélin er 170 cid Thriftpower sex strokka vél
- Þriggja gíra beinskipting
- Dana 30 framöxlar
- 9 tommu Ford afturöxlar með 4,57 hlutföllum
- 2,5 tommu höggdeyfar með Deaver gormum
- Að innan hefur bíllinn verið gerður upp af natni
- Réttur mílumælir
- Boddý að mestu upphaflegt í bílnum
- 15 tommu heavy-duty felgur með 30×9.50R15 BF Goodrich Mud Terrain T/A hjólbörðum
- Allir pappírar varðandi endurgerð bílsins liggja fyrir
Þessi bíll er „one of a kind“ eins og kaninn segir. Upphaflega keppti Ford Bronco við hinn goðsagnakennda CJ Jeep eða gamla góða Willys eins og við hér á Fróni köllum hann oftast.
Hann var einnig settur á markað til höfuðs hinum virðulega Scout frá International sem véladeild Sambandsins seldi meðal annars til bænda og búaliðs.
Ford Bronco var að mörgu leyti hugsaður sem vinnuþjarkur þar sem gagnsemi og hagkvæmni var í fyrirrúmi.
Bíllinn sem við sýnum hér og er til sölu hjá RK Motors er af Roadster gerð og er afar sjaldgæfur.
Grjótharður og einfaldur átti Ford Bronco að höfða til ungra bandaríkjamanna . Hins vegar var U13 Bronco Roadster eiginlega bara hálfgerður traktor, eða eins og við myndum kalla landbúnaðartæki.
Þessir kaggar voru mikið notaðir sem vinnubílar og bændur og búalið keyptu þá einnig.
Þess vegna eru kannski tiltölulega fáir svona jeppar til í dag.
Þetta eintak er eitt af aðeins 698, U13 jeppum af árgerð 1967 og einn af 333 eintökum sem ætluð voru til útflutnings til Suður-Ameríku. Þetta er líka einn af 70 bílum sem voru síðan fluttir til Suður-Ameríku.
Og það er meira – þetta er eini bíllinn sem vitað er um sem gerður hefur verið upp og fluttur tilbaka til Bandaríkjanna.
Sem sagt sagður eini bíllinn með tvískiptum hurðum.
Eftir um fjörtíu ára veru í Kólumbíu var þessi Frod Bronco fluttur til baka til framleiðslulandsins og tekinn í nefið. Uppgerðin tók um ár í framkvæmd.
Toppurinn er sérsmíðaður og hurðirnar einnig og kannski síður hægt að segja að þeir hlutir séu verksmiðjuréttir – annars flest annað í þessum flotta bíl.
Við erum að tala um upprunalegt grill, upprunaleg ljós, upprunalega krómaða stuðara, upprunlegt húdd með rúðuspiss spíssum sem voru aukabúnaður og þurfti að sérpanta, framrúða á lömum.
Upprunalegir stuðarar, hurðir og handföng – og númeraplata frá Kólumbíu ef einhver hefur sérstakan áhuga á henni.
Þetta eintak er því nokkuð sérstakt, sögufrægur bíll sem notið hefur ástúðlegrar uppgerðar eins og segir í sölulýsingu.
Aðeins um Roadster U13
Ford Bronco U13, kallaður „Roadster“, er sérstök gerð af Ford Bronco sem var framleidd á árunum 1966 og 1967.
U13 Roadster var tveggja dyra jeppi, opinn og án fasts þaks eða hurða. Hann var í raun hrárri útgáfa af klassískum Ford Bronco.
Roadster var hannaður til að vera skemmtilegur og fjölhæfur torfærubíll, fullkominn fyrir útivistarfólk og þá sem vildu njóta frelsis í óbyggðum. Hann kom búinn harðtoppi sem hægt var að taka af og einnig var hægt að taka af honum hurðirnar.
U13 Roadster var fáanlegur með annað hvort 170 cid, línusexu vél eða valfrjálsri 289 cid, V8 vél. Jeppinn þótti níðsterkur og hann var smíðaður á grind með öflugt fjórhjóladrifskerfi sem gerði jeppann ansi hentugan fyrir hverskyns torfæruævintýri. Fjöðrunin var hönnuð til að takast á við gróft landslag og hún var tiltölulega þétt sem auðveldaði akstur á slóðum.
Roadster hafði einstakt útlit miðað við aðrar Bronco gerðir þess tíma. Hann var látlaus með einföldu grilli, kringlóttum framljósum og einfaldri innréttingu.
Þó að U13 Roadster hafi verið framleiddur í aðeins stuttan tíma, á hann sérstakan sess í sögu Ford Bronco. Opin hönnun hans og einstakir eiginleikar gera hann að eftirsóttum safngrip í dag og hann er vinsæll kostur meðal klassískra bílaáhugamanna og torfæruáhugamanna.
Verðið er um 140 þúsund dollarar og hér má sjá frekari upplýsingar um jeppann.
Umræður um þessa grein