- Forsala hófst í dag á nýjum e:Ny1 en um er að ræða fyrsta alrafmagnaða sportjepplinginn frá Honda.
Hinn nýi e:Ny1 er annar 100% rafknúni bíllinn sem Honda býður uppá en sá fyrsti í flokki jepplinga. Bíllinn er með allt að 412 km drægni.
Bíllinn býður upp á framúrskarandi útsýni með hárri sætisstöðu og drægni á rafmagni sem hentar fullkomlega íslenskum aðstæðum. Nýr e:Ny1 er hlaðinn ríkulegum staðalbúnaði ásamt nýjustu tækni frá Honda.
Má þar sérstaklega nefna glæsilegan og notendavænan 15.1“ margmiðlunarskjá sem auðveldar farþegum að tengjast bílnum og hámarka akstursupplifun sína.
Við hönnunina var lögð áhersla á að skila þeim afköstum, þægindum og notagildi sem viðskiptavinir Honda þekkja, ásamt sérstöðu rafknúinnar aflrásar.
Ytra byrði bílsins einkennist af mýkt og flæði sem veitir e:Ny1 sérstöðu sem fyrsta flokks rafbíll. Innanrýmið er byggt á nýjum viðmiðum hvað varðar gæði og þægindi með það að markmiði að skapa einstakt andrúmsloft fyrir ökumann og farþega.
Bíllinn er búinn Honda Sensing öryggistækni og er með stemmningslýsingu í innanrýminu, skynrænan hraðastilli og lyklalaust aðgengi og ræsingu.
Hægt er að forpanta e:Ny1 í vefsýningarsal Öskju en bíllinn er væntanlegur til landsins í haust.
(fréttatilkynning frá Öskju)
Umræður um þessa grein