Þessi bíll er ekinn um 31 þúsund mílur. Hann er sagður einn af fáum orginal ´57 árgerðum í gervöllum Bandaríkjunum.
Bíllinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi og þegar eigandinn lést var bíllinn boðinn til sölu.
Hann gekk kaupum og sölum milli föður og sona en var lítið ekið í áranna rás.
Lyginni líkast
Að utan er bíllinn alveg ryðlaus, engar skemmdir og engar beyglur. Algjörlega upprunalegt boddý. Dyr lokast óaðfinnanlega en lakkið hefur aðeins látið undan.
En miðað við 65 ára aldur er þessi bíll í fáránlega góðu standi. Allt króm er upprunalegt, svo og gler.
Eins og nýr
Innréttingin er upprunaleg og lítur út eins og hún sé ný. Meira að segja gúmmímótturnar á gólfi eru í fínu ásigkomulagi.
Sætin eru enn þétt og áklæðið lítur mjög vel út.
Hurðarspjöld sérlega flott og mælaborðið í toppformi.
Í vélarhúsinu er 235, 6 strokka mótor sem malar eins og köttur. Allt í upprunalegu horfi þarna ofan í nema kannski rafgeymir.
Grindin er ósnert og óryðguð. Hins vegar lítur út fyrir að skipt hafi verið um bremsurör og höggdeyfa að framan.
Fjöðrunarkerfi orginal að aftan og Powerglild sjálfskipting er upprunaleg.
Aldrei sprungið dekk?
Í skottinu er tjakkurinn og varadekk eins og það hafi aldrei verið snert og leiðbeiningarmiðinn er enn límdur við tjakkinn.
Það er sem sagt nokkuð sjaldgæft að sjá svona kagga í dag. Það eru án efa ekki margir ósnertir bílar á þessum aldri í boði á markaðnum.
Einstakur bíll. Hann er til sölu þessi og kostar um 63 þúsund dali. Það er um 8,8 milljónir íslenskra króna.
Táknmynd drekanna
Chevrolet frá 1957, oft nefndur Chevy ’57, er táknmynd amerískra bíla. Hann var framleiddur af Chevrolet deild General Motors.
Chevy ’57 er talinn einn þekktasti og áhrifamesti bíll frá því í kringum 1950 og hefur orðið tákn hinna klassísku amerísku bíla.
Tri-Five
Chevy ’57 var hluti af Tri-Five seríunni sem samanstóðu af árgerðum 1955 og 1956. Hins vegar var það 1957 módelið sem skaraði framúr með helling af nýjungum og betrumbótum frá fyrri módelum.
Bíllinn var boðinn í nokkrum gerðum, þar á meðal sem fólksbíll, kúpubakur, blæju og skutbíll og vélarkostir voru nokkrir.
Djarfur og stílhreinn
Chevrolet 1957 vakti athygli fyrir djarfa og stílhreina hönnun. Hann var með svipmikið útlit miðað við forvera sína, með áberandi grilli, stórum uggum og ávala framrúðu.
Chevy ’57 var því nokkuð sportlegur bíll á sínum tíma.
Í vélarhúsinu á Chevrolet 1957 var boðið upp á nokkra vélarkosti. Frægasta vélin var smáblokkin V8, fáanleg í ýmsum útfærslum á bilinu 265 til 283 cubic inch. Þessi vél gaf betri afköst og afl miðað við fyrri sex strokka línu vélar.
Hins vegar er bíllinn sem við fjöllum um hér með sex strokka línuvélinni.
Bíll sem munað er eftir
Hvað varðar tækni og þægindi kynnti GM slatta af nýjungum í Chevy ’57. Þá var búið að bæta fjöðrun og gera hana mýkri og setja í hann vökvastýri, aflbremsur og hægt var að velja um loftkælingu líka.
Inni í bílnum var Chevy ’57 með stílhreinu mælaborði með klassískri mæliþyrpingu og hægt var að velja um ýmsa möguleika í innréttingum.
Hér má nálgast frekari söluupplýsingar um bílinn.
Umræður um þessa grein