Rafbílaframleiðandinn gæti fjárfest nærri 5 milljarða dollara í verksmiðjunni í Valencia, samkvæmt fréttum. Tesla opnaði sína fyrstu verksmiðju í Evrópu á síðasta ári nálægt Berlín.
Svo kann að fara að nýir bílar frá Tesla muni koma líka í framtíðinni frá Valencia á Spáni, því samkvæmt frétt Reuters á Tesla á í viðræðum við leiðtoga svæðisstjórnarinnar í Valencia á Spáni um að reisa bílaverksmiðju, að því er spænska dagblaðið Cinco Dias greindi frá og vitnaði í óþekkta heimildarmenn sem tengjast viðræðunum.
Heildarfjárfesting fyrirtækisins í verksmiðjunni gæti farið yfir 4,5 milljarða evra, sagði blaðið í frétt sinni á fimmtudag.
Talsmaður svæðisstjórnar Valencia sagði í samtali við Reuters að hún hefði haldið fundi og samtöl við óþekkt fyrirtæki um „stóra bílafjárfestingu,“ en neitaði að gefa frekari upplýsingar, með vísan til trúnaðar um samningaviðræðurnar.
Tesla svaraði ekki beiðni um athugasemd.
Volkswagen hefur þegar sagt að það ætli að fjárfesta allt að 3 milljarða evra í rafhlöðuverksmiðju í bænum Sagunto á Valencia svæðinu.
Spánn er annar stærsti bílaframleiðandi Evrópu og notar sjóði Evrópusambandsins við endurheimt COVID-faraldurs til að laða bílaframleiðendur til að fjárfesta í framleiðslu á bæði rafhlöðum og rafknúnum farartækjum. ESB stefnir að því að hætta framleiðslu á bifreiðum með brunahreyfli í áföngum.
Tesla hefur hingað til stofnað eina verksmiðju í Evrópu, verksmiðju nálægt Berlín sem framleiðir Model Y crossover, sem var mest seldi bíllinn í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi — sem og á heimsvísu. Annar söluhæsti Tesla í Evrópu, Model 3, er fluttur inn frá Shanghai.
Á myndinni sem fylgir þessari frétt eru Model Y bílar í verksmiðju Tesla nálægt Berlín, sem opnaði í mars 2022
Forstjóri Elon Musk hefur sagt að hann stefni að því að selja allt að 20 milljónir bíla á ári, með neti 10 til 12 „gígaverksmiðja“ sem myndu byggja allt að 2 milljónir eintaka á ári hver.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein