- Bílaumboðið Askja stóð fyrir sérstökum viðburði miðvikudaginn 7. júní og efndi til sérstakrar VIP frumsýningar á EQE SUV kl.17-19.
Það var greinilegt að frumsýning á þessum nýja rafmagnaða lúxussportjeppa dró að marga gesti sem sýndu þessum nýjum bílum áhuga og nutu jafnframt góðra veitinga.
Allt að 550 kílómetra drægni
Það kom fram hjá Öskju að EQE sportjeppinn væri virkilega spennandi alrafmagnaður lúxusjeppi með allt að 550 kílómetra drægi og að þeirra dómi verði þetta einn vinsælasti rafmagnsbíl þeirra um ókomna tíð.
Og boðsgestirnir voru úr öllum áttum, en voru fyrst og fremst eigendur þeir sem þegar hafa forpantað bílinn og lykilviðskiptavinir.
Rafmagnaður lúxus
Á heimasíðu Öskju má lesa um þennan nýja bíl EQE SUV, að hann er 100% rafmagnaður lúxusjeppi í EQ-línu Mercedes.
Hann er byggður á sameiginlegum EVA 2.0 undirvagni sem einnig má finna í EQS og EQE fólksbílunum og er innanrými EQE SUV eitt það besta sem finnst í bíl í þessum stærðarflokki.
Hann inniheldur nýstárlegan þægindabúnað sem gerir aksturupplifunina einstaka.
Skýrar línur gefa bílnum nýstárlega straumlínulögun og sportlegt yfirbragð, ásamt skarpri ásýnd og samfelldu heildarútliti. Akstursstoðkerfi, leiðsögukerfi með snjallvirkni og framúrskarandi hljómgæði gera þér kleift að njóta þín á löngu ferðalagi sem verður einstaklega þægilegt og afslappandi.
Einstaklega nútímaleg hönnun á innra rýminu er tilkomumikil, sérstaklega með hinum valkvæða MBUX ofurskjá.
Kostar frá kr. 14.590.000
Þessi nýi EQE SUV er í þremur gerðum: Pure, Progressive og Power.
Grunngerðin EQE 350 4MATC Pure sem er 292 hö kostar kr. 14590.000, í Progressive gerð kostar bíllinn kr. 15.690 og sem Powe kr. 17990
EQE SUV 500 4MATIC kostar kr 17.690.000 í Progressive gerð og kr. 19.990.000 í Power-gerð.
Loks má nefna AMG EQE 43 4MATIC sem kostar í Power-gerð kr. 21.990.00. AMG EQE 53 4MATIC plus er væntanlegur.
Nokkrar svipmyndir frá sýningunni hjá Öskju:
Umræður um þessa grein