Uppfærsla KG Mobility á Tivoli fjarlægir merki SsangYong
Grunngerðin hefur verið endurhönnuð og endurmerkt fyrir árið 2023
SsangYong var keypt af öðru kóresku fyrirtæki, KG Group árið 2022 og það bjargaði í raun bílaframleiðandanum frá gjaldþroti. Nú hefur Tívolí-bíllinn frá fyrirtækinu verið endurnýjaður í von um að vekja aftur áhuga fyrir litla jeppann undir nýja vörumerkinu KG Mobility.
Bílabúð Benna hefur flutt inn Tivoli frá SsangYong um árabil og bíllinn hefur fengið ágætar viðtökur á markaði hér á Íslandi.
SsangYong í Bretlandi segir við Auto Express vefinn að við getum búist við því að uppfærði Tivoli komi á markað í Bretlandi í september, enn og aftur á móti keppinautum eins og MG ZS og Suzuki Vitara. Tívoli hefur verið á Bretlandsmarkaði síðan 2015, fékk sína fyrstu andlitslyftingu árið 2019, þessi nýjasta uppfærsla sýnir breytingar á yfirbyggingunni en einnig nokkrar lagfæringar á farþegarýminu líka.
Að framan má sjá minna grill, þar sem búið er að setja litla útgáfu af Tivoli-merkinu til hliðar og með stærra neðra grillop. Lögun aðalljósanna er óbreytt en sumum LED smáatriðum hefur verið breytt.
Nýjar 18 tommu álfelgur eru núna komnar og eins nýir hliðarlistar og gerviundirvagnsvörn. SangYong merkið hefur verið fjarlægt af skottlokinu en það er athyglisvert að KG Mobility notar enn SangYong merkið annars staðar á bílnum, svo sem á stýrinu.
Að innan hefur 10,25 tommu ökumannsskjánum og níu tommu miðlægum upplýsinga- og afþreyingarskjár verið haldið eftir, en sumum raunverulegu hnöppunum fyrir loftslagsstýringar hefur verið skipt út fyrir snertinæma hnappa.
Þegar nýr Tivoli kemur í sölu er búist við tveimur bensínvalkostum – 1,6 lítra fjögurra strokka 124 hestöfl og 1,5 lítra með túrbó með 161 hestöflum. Í fráfarandi Tívolí er boðið upp á fimm og sex gíra beinskiptingu þó Auto Express geri ráð fyrir að eini gírkassinn fyrir nýja bílinn verði sex gíra sjálfskiptur með annað hvort framhjóladrifi eða valfrjálsu fjórhjóladrifi. Auto Express gerir líka ráð fyrir að upphafsverðmiði Tivoli, hækki með uppfærðri gerð.
(Alastair Crooks – vef Auto Express)
Umræður um þessa grein