Siata (Società Italiana Auto Trasformazioni Accessori) var ítalskt bílaverkstæði og síðar framleiðandi sem var stofnað árið 1926 af bílaáhugamannni að nafni Giorgio Ambrosini. Siata seldi upphaflega varahluti notaða til að breyta Fiat bílum.
Eftir síðari heimsstyrjöldina byrjaði fyrirtækið að framleiða sína eigin sportbíla undir merkjum Siata.
Mille Miglia
Þrefaldur Mille Miglia þátttakandi, aðeins tveir eigendur og einn af aðeins fjórtán sem smíðaðir voru á verkstæði Siata árið 1956. Þessi kemur frá Sardiníu.
Sérkennilega flottur
Hann vekur eftirtekt þessi litli Siata 1100 coupé. Sportlegur, þéttur og glæsilegur að öllu leyti. Liturinn er frumlegur og kemur vel út á bílnum en hann er samsettur af tveimur.
Í sölulýsingu segir að þetta sé bíll sem á „skilið að vera dáður“. Þessi einstaki bíll hefur ekið Milli Miglia alls þrisvar sinnum, alls um 1600 kílómetra.
Þetta er einstakt tækifæri til að komast yfir sjaldgæft eintak tengt ítalskri bílasögu.
Siata 1100GT var kynntur árið 1953 og var í framleiðslu til 1965. Hann var byggður á Fiat 1100, vinsælum smábíl þess tíma, en gerðar voru fjölmargar breytingar og endurbætur til að auka afköst og gera hann sportlegri.
Kúpubakur
Hann kom í tveggja dyra coupé útgáfu með sætum fyrir tvo – og í sumum útfærslum var hann með lítinn aftursætisbekk fyrir frekar „litla“ farþega.
Línan í hönnun bílsins er ansi falleg og með glæsilegum sveigjum og sérkennilegt grillið gefur þessum bíl mjög sterkan stíl. Frekar langt húdd og syttra skott gerir bílinn einnig sportlegan.
Siata 1100GT var búinn ýmsum vélargerðum. Fyrstu gerðirnar voru venjulega með 1.1 lítra fjögurra strokka línuvél, sem var annað hvort fengin úr eða deilt með Fiat 1100.
Seinni árgerðir komu með uppfærðri vél, þar á meðal 1.4 lítra vél og jafnvel 1.6 lítra vél, sem bauð upp á aukið afl og afköst.
Skemmtilegur lítill sportari
Siata 1100GT var vinsæll fyrir lipra meðhöndlun og skemmtilega akstursupplifun. Hann var oft notaður í ýmsum sportviðburðum og tók sig vel út í keppnum eins og Mille Miglia og Targa Florio.
Létt smíði bílsins ásamt sportlegri uppsetningu fjöðrunarbúnaðar stuðlaði að liprum akstri.
Ítölsk klassík
Siata 1100GT er reyndar afar sjaldgæfur bíll og var framleiddur í mjög takmörkuðu magni miðað við hinn almenna óbreytta Fiat.
Í dag er þessi bíll talinn klassík og eftirsóttur af áhugamönnum um sportbíla frá sjötta áratugnum.
Hann er einn til sölu ef einhver hefur áhuga. Ásett verð er um 140 þús. EUR.
Byggt á sölulýsingu á bílnum á vef Car and Classic og Wikipedia og fleiri síðum
Umræður um þessa grein