Oldsmobile Toronado er klassískur bandarískur bíll sem var framleiddur af Oldsmobile deild General Motors frá 1966 til 1992.
Árgerð 1968 er talin ein sú mikilvægasta fyrir Toronado, þar sem hún markaði kynningu á annarri kynslóð þessa sérstaka bíls.
Oldsmobile Toronado 1968 var með áberandi og byltingarkennda hönnun. Þetta var einstaklega flottur lúxusbíll og hann var framhjóladrifinn, sem var bara frekar sjaldgæft fyrir ameríska bíla á þessum tíma.
Toronado var einn af fyrstu bandarísku framleiðslubílunum sem var með framhjóladrif síðan 1930.
Kókflöskulag
Önnur kynslóð Toronado hafði þessa sérstöku hönnun á boddíi sem var undir áhrifum frá „kókflöskunni“ en tilvísun í kókflöskuna var vinsæl á þessum árum. Langt húddið, stutt yfirhang að aftan og mjög hallandi kúpubakslína.
Heildarstíllinn gaf Toronado áberandi og sérstakt útlit.
Toronado árgerð 1968 var búinn ansi öflugri vél. Hann kom með 7.0 lítra (425 rúmþumlungar) Rocket V8 vél, sem gat framleitt 375 hestöfl og 525 lb-ft tog. Vélin var pöruð við þriggja gíra Turbo-Hydramatic sjálfskiptingu. Gólfið var nánast slétt vegna framdrifsins.
Öflug sjálfskipting og endingargóð
Turbo-Hydramatic 425 var þriggja gíra sjálfskipting þróuð af General Motors (GM) og notuð í ýmsum GM ökutækjum seint á 1960 og snemma á 1970. Hún var sérstaklega hönnuð til að takast á við mikið tog öflugra véla Toronado.
Nokkur lykilatriði og einkenni Turbo-Hydramatic 425
Gírkassinn notaði vægisbreyti, vökvatengibúnað sem flytur afl frá hreyflinum til gírkassans. Vægisbreytirinn gerir kleift að tryggja snurðulausa tengingu afls og skilvirka yfirfærslu snúningsvægis.
Turbo-Hydramatic 425 var með þrjá gíra áfram sem veittu gott jafnvægi milli frammistöðu og eldsneytiseyðslu. Hann var með “PRNDL” (Park, Reverse, Neutral, Drive, Low) vali á stýrissúlunni eða miðstokknum, sem gerir ökumanni kleift að velja viðeigandi gírsvið.
Turbo-Hydramatic 425 var með búnaði, sem skipti aflflæðinu í tvær samhliða leiðir. Þessi hönnun hjálpaði til við að dreifa togi jafnt og veitti bætt grip og stöðugleika, sérstaklega við krefjandi akstursskilyrði.
Silkimjúk sjálfskipting
Gírskiptingin innihélt loftstýrðan skynjara sem stýrði sjálfkrafa hvernig skiptingin vann miðað við ýmsa þætti, þar á meðal álag hreyfils og stöðu eldsneytisgjafar.
Þetta tryggði mjúka og skilvirka skiptingu gírsins við mismunandi akstursskilyrði.
Flott innrétting
Innréttingin í Toronado 1968 módelinu var hönnuð til að gera aksturinn þægilegan og veita hámarks akstursupplifun. Innanrými var rúmgott og með nægu fótarými og flottum sætum.
Mælaborðið hafði framúrstefnulegt útlit með samhverfu skipulagi og ökumannsmiðuðum tækjaklasa.
Ýmsir þægindaeiginleikar voru í boði, þar á meðal rafmagnsrúður, rafmagnssæti, loftkæling og úrval hljóðkerfa. Í þessum bíl er allt sagt upprunalegt og lakkið einnig.
Toronado 1968 fékk jákvæða dóma fyrir frammistöðu og aksturseiginleika. Framhjóladrifskerfið veitti gott grip og stöðugleika og öflug vél skilaði sterkri hröðun. Hins vegar leiddi þyngdardreifing Toronado og framhjóladrifið til nokkurrar undirstýringar, sem hafði áhrif á akstursupplifun.
Oldsmobile Toronado frá 1968 er í miklum metum sem klassískur bíll og tákn um bandaríska bílahönnun frá því seint á 1960. Einstakur stíll, framhjóladrifið og öflug vélin gera Toronado að eftirsóknarverðum safngrip meðal bílaáhugamanna.
Sjaldgæfur gullmoli
Meðfylgjandi myndir eru af Oldsmobile Toronado árgerð 1968. Sennilega eitt af flottari eintökum þessa glæsilega bíls.
Mælir bílsins sýnir aðeins um 10 þús. mílur þegar þessi umfjöllun er gerð um bílinn.
Bílnum fylgir eigendahandbók og upprunalegt ábyrgðarvottorð. Því miður er þessi bíll seldur þannig að við getum bara notið þess að skoða myndirnar.
Oldsmobile Toronado, sérstaklega árgerðin 1968, var mikilvægt ökutæki hvað varðar bílatækni og hönnun. Þetta var fyrsti bandaríski framleiðslubíllinn sem var með framhjóladrifna stillingu síðan Cord 810 árið 1930.
Toronado 1968 kynnti einnig nokkra nýstárlega eiginleika, þar á meðal ofangreinda sjálfskiptingu sem kallast Turbo-Hydramatic 425.
Unnið upp úr sölulýsingu bifreiðar hjá RK Motors.
Umræður um þessa grein