- Skoski torfærubílaframleiðandinn, Munro, sýnir alrafmagnaðan vinnubíl sem er kominn með verðmiða
Frumkvöðlafyrirtækið Munro Vehicles á Skotlandi, sem við höfum fjallað um hér áður, hefur kynnt sína aðra gerð – pallbílsútgáfu af Munro MK1. Hinn áberandi, kassalaga rafbíll hannaður til að blanda saman torfærufærni og hagkvæmni fyrir viðskiptavini sem starfa í „ofur-ögrandi umhverfi“.
Með upphafsverðmiða fyrir afhendingu upp á 49.995 pund sem samvarar 8.751.000 ISK á gengi dagsins (án VSK), segir Munro að það hafi þegar tekið meira en 200 pantanir, sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri framleiðslu til ársins 2025.
Hvað hönnun varðar, þá er hann í sömu uppréttu hlutföllum og Munro MK1, með palli að aftan. Pallurinn getur tekið 1.050 kg hleðslu og það er dráttargeta allt að 3.500 kg. Þrjár útfærslur verða í boði, grunngerð, milligerð og svo enn ein betur búin gerð. Gert er ráð fyrir að „miðjugerðin (Ranga) muni kosta um 59.995 pund (án VSK) og best búna gerðin (Performance) muni kosta 69.995 pund (án VSK).
Afl kemur frá 61,2kWh eða 82,4kWh rafhlöðu. Hin síðarnefnda gerir kleift að senda 381 hestöfl og 700 Nm af togi á öll fjögur hjólin, sem leiðir til 4,9 sekúndna hröðunar frá 0 til 100 km/klst sem jafnast á við ágætan sportbíl.
Munro heldur því fram að hægt sé að endurhlaða rafhlöðuna frá 15 til 80 prósent á 36 mínútum með 100kW hleðslugetu, en hámarksdrægi er sögð vera meira en 305 km.
Geta í torfærum ætti ekki að vera frábrugðin MK1 pallbílnum, með 480 mm hæð frá jörðu sem hjálpar til við að veita flott aðkomu- og brottfararhorn upp á 84 og 51 gráður í sömu röð.
Nýi bíllinn ásamt frumgerðinni (t.h).
Forstjóri Munro Vehicles, Russell Peterson sagði: „Jákvæð viðbrögð sem við höfum upplifað frá fjölmiðlum og viðskiptavinum sem hafa prufukeyrt MK1 pallbílinn hafa verið fordæmalaus og viðbrögðin við nýja MK1 pallbílnum hafa verið jafn jákvæð.
Munro segir að það muni smíða 50 bíla á þessu ári áður en skipt er yfir á nýja sérsmíðaðan framleiðslustað stað nálægt Glasgow árið 2024. Gert er ráð fyrir að framleiðslan aukist upp í 2.500 bíla á ári fyrir árið 2027.
(frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein