- E-Tourneo Courier rafknúinn fjölnotabíll kemur á markað á næsta ári, en bensínknúna útgáfan kemur á markað í lok árs 2023
Okkur berast sífellt fleiri fréttir af nýjum rafdrifnum bílum, jafnt stórum sem litlum.
Ford kynnti nýja E-Transit Courier sendibílinn fyrr á þessu ári og nú er röðin komin að fjölnotabílsútgáfunni (MPV) – E-Tourneo Courier. Líkt og sendibíllinn verður Tourneo fáanlegur sem rafbíll eða með bensínvél í venjulegum Tourneo búningi.
E-Tourneo Courier er einn af tíu rafknúnum ökutækjum sem Ford ætlar að koma á markað í Evrópu fyrir árið 2024.
Til grundvallar nýja E-Transit Courier er mikið breytt útgáfa af B2E-grunninum sem er að finna á fráfarandi Fiesta og núverandi Puma. E-Tourneo Courier verður framleiddur í Rúmeníu, rétt eins og væntanleg alrafmagnsútgáfa af Puma.
Hönnunin er eftirlíking af E-Transit Courier, Ford segir að hann hafi „jeppa-innblásið útlit“ og sé „fimm sæta, fjölvirkni farartæki“.
Það er alveg hægt að samþykkja lýsinguna á útliti á E-Transit Courier, með köntuðum framenda og gervi-undirvagnsvörn – Active gerðin fær hjólboga, þakboga, andstæðan þaklit og einstaka klæðningu á innréttingu. Títan og Trend gerðir verða einnig fáanleg.
Hinn rafknúni E-Tourneo Courier kemur með 134 hö/290 Nm rafmótor sem er að framan, þó að Ford hafi ekki gefið upp hvaða rafhlaða verður notuð (búist er við eitthvað í kringum 50 kWh). Ekki hefur heldur verið gefið upp hámarksdrægi en tala um 320 km sem myndi gera hann að samkeppnishæfari fjölskyldubílum eins og Citroen e-C4 og Peugeot e-2008. Hleðsluhraði er sá sami og fyrir sendibílinn, með 100 kW DC hraðhleðslu sem getur hlaðið 10-80 prósent á innan við 35 mínútum.
Fyrir bensínknúna Tourneo Courier er til 123 hestafla, 1,0 lítra, túrbóvél – búin annað hvort sex gíra beinskiptingu eða sjö gíra sjálfskiptingu. Til að bæta loftaflfræðilega skilvirkni er „Active Grille Shutter“ eða „virk lokun á grillinu“ og sjálfvirkt start-stopp-kerfi sem staðalbúnaður.
Bensíngerðin mun fara fyrst í sölu, í sumar á þessu ári. E-Tourneo fer ekki í sölu fyrr en á seinni hluta ársins 2024.
(frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein