Laugardaginn 13. maí síðast liðinn gafst okkur hjá Bílabloggi tækifæri á að slást í för með Íslandrover klúbbnum á leið í Þórsmörk. Farið var snemma morguns frá Olís við Rauðvatn, komið við á Hvolsvelli, ekið um Fljótshlíð að Drumbabót og þaðan að Gluggafossi.
Ferðinni var síðan heitið í Bása í Goðalandi inn við Þórsmörk en alls voru um 25 Land Rover Jeppar með í för. Að lokum var áð á Völlum II hjá Gunnlaugi Gunnlaugssyni og Önnu Júlíusdóttur en þau buðu hópnum í grillveislu og kaffi og kleinur á eftir.
Meðfylgjandi er myndbandsblogg frá ferðinni.
Umræður um þessa grein