Við viljum öll lágmarka slys og óhöpp og helst viljum við að engin slys þurfi að verða. En slys verða og því miður er oft á tíðum líkamstjón ásamt miklu eignatjóni.
Við ákváðum að skoða hvað google myndi gefa okkur ef við leituðum eftir þessum leitarstreng: „car crashes into house“.
Á innan við sekúndu fengum hálfan milljarð niðurstaða úr leitarniðurstöðunni.
Gervigreindarlíkan
Til dæmis greinir Los Angeles borg frá því að um það bil 200 ökutæki lendi í byggingum í borginni á hverju ári og um 20% þessara árekstra tengjast heimilum. Í Massachusetts, á árunum 2015 til 2017, urðu að meðaltali 425 árekstrar við hús á hverju ári og um það bil 11% þessara árekstra tengdust heimilum.
Ofangreindar tölur ber að taka með mikilli varúð enda var spurningin lögð fyrir gervigreindarlíkanið Chat Open AI.
Hins vegar eru meðfylgjandi myndir ekki neitt feikaðar. Öldin er önnur frá því í gamla daga þegar aðeins blaðaljósmyndarar sögðu okkur sögur í myndum – nú er nánast hvert mannsbarn með myndavél á sér hvert sem hann fer.
Við völdum myndir þar sem ekki var minnst á alvarleg slys á fólki – en þær sýna hins vegar hversu algengt virðist vera að bílar lendi á húsum.
Umræður um þessa grein