- 6,2 lítra Chevrolet Performance LS3 línusexa 487 hestafla með 4L65E 4 gíra sjálfskiptingu
- Ford 9 tommu aflrás með Strange miðjuhluta, 3.70 hlutföllum og mismunadrifi
- Nýtísku loftkæling
- Aflstýri (gamla góða vökvastýrið)
- Wilwood vökvabremsur, diskar.
- Full Art Morrison grind með stillanlegri fjöðrun
- Sérsniðin Curry Ultraleather innrétting með uppfærðum hljómtækjum
- Rafmagn í rúðum og læsingum
- Sérsniðin Standox Silver Green Effect málning með mattri áferð að hluta
- Sérsniðin Standox Silver Green Effect harðtoppur
- Schott Accelerator með Michelin pilot Sport hljólbörðum
- Sérsniðið pústkerfi með Art Morrison hausum og MagnaFlow flækjum
Það var árið 1953
Chevrolet Corvette er fyrsta kynslóð Corvette sportbílsins. Hann var kynntur seint ár árinu 1953 og framleiddur allt til ársins 1962.
Þessi kynslóð er almennt kölluð „solid-axle“ kynslóðin, þar sem sjálfstæða fjöðrunin að aftan kom ekki fram fyrr en í Stingray 1963.
Vakti athygli
Þegar það fréttist að GM væri að hanna sportbíl láku út upplýsingar um bílinn. Skemmst er frá því að að bíllinn vakti athygli. Þess vegna var framleiðslu Corvette flýtt en væntingarnar voru meiri en skiluðu sér.
Umsagnir voru misjafnar og salan var langt undir því sem áætlað hafði verið. Það var næstum því hætt við bílinn en Cheverolet ákvað að gera umbætur á bílnum.
Eftirspurn eftir sporturum
Harley Earl var yfirmaður hönnunardeildar GM og var ákafur aðdáandi sportbíla. Hann uppgötvaði að hermenn sem sneru aftur eftir að hafa þjónað erlendis á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina voru að koma heim með MG, Jaguar og Alfa Romeo.
Árið 1951 hóf Nash Motors sölu á dýrum tveggja sæta sportbíl, Nash-Healey, sem var framleiddur í samstarfi við ítalska hönnuðinn Pininfarina og breska bílaverkfræðinginn Donald Healey, en þetta var dýr bíll.
Earl sannfærði GM um að þeir þyrftu að smíða bandarískan tveggja sæta sportbíl og með nokkrum vel völdum samastarfsmönnum byrjaði hann að vinna að nýja bílnum síðla árs 1951. Það var liðinn langur tími síðan Chevrolet bauð upp á 2 dyra, 2 farþega blæjubíl í roadster stíl eða árið 1938 með Chevrolet Master.
Corvettan kennd við Opel
Vinnuheiti Crovettu verkefnisins innan Gm var nefnt „Project Opel“ (eftir þýsku deild GM Opel). Fyrsta eintakið var handsmíðuð frumgerð sem kölluð var EX-122, sem fyrst var sýnd almenningi á General Motors Motorama 1953 á Waldorf-Astoria hótelinu í New York borg 17. janúar 1953.
Þegar framleiðsla hófst sex mánuðum síðar, var verðið um 3.500 dollarar (jafnvirði 35,580 dollara árið 2020) Corvettan hafði því þróast í töluvert dýrari bíl en 2.000 dollara roadster hugmyndin sem Harley Earl hafði upphaflega í huga.
EX-122 bíllinn er nú staðsettur á Kerbeck Corvette safninu í Atlantic City og er talinn vera elsta Corvette sem til er.
Það rættist úr bílnum
Til að halda kostnaði niðri gaf Robert F. McLean, framkvæmdastjóri GM út að nota skyldi íhluti sem væru þegar væru til á lager í bílinn. Nýi bíllinn notaði undirvagninn og fjöðrunarhönnun úr 49‘ til 54‘ ágerðum af Chevrolet fólksbíl. Drifrásin og farþegarýmið voru færð aftur til að ná 53/47 þyngdardreifingu.
Bíllinn var með 2.591 mm hjólhaf. Vélin var 235 cu í (3.85 L) línusexa sem var svipuð 235 vélinni sem knúði allar aðrar Chevrolet bílgerðir, en með hærra þjöppunarhlutfalli, þremur Carter blöndungum, vökva lyftu, og hærri kambás.
Vélin gaf 150 hestöfl (112 kW). Á þessum tíma var engin beinskipting sem passaði til að meðhöndla þessa 150 hestafla vél og var því notuð tveggja gíra Powerglide sjálfskipting. Tíminn 0–100 km. var um 11,5 sekúndur.
Þrjár gerðir voru teiknaðar tengdar þessu verkefni. Tveggja sæta sportarinn var smíðaður sem Corvetta, Corvair fastback hönnun sem fór aldrei í framleiðslu og tveggja dyra Nomad skutbíllinn var að lokum smíðaður sem Chevrolet Nomad.
Bíllinn á myndunum
Þessi er til sölu hjá RK Motors og hægt að bjóða í gripinn. Þetta er resto-mod bíll sem var í uppgerð í tæp fimm ár. Resto-mod þýðir að bíllinn er smíðaður úr gömlu og nýju með að markmiði að upphaflega hönnun skili sér og bíllinn skapi óviðjafnanlega upplifun þessa gamla og nýja.
Umræður um þessa grein