1. Citroën Karin
Árið 1980 hafði Peugeot tekið við stjórnartaumum í Citroën og var að undirbúa þátttöku í bílasýningunni í París. Þá kynntu þeir þennan nýja furðulega pýramýdalaga framhjóladrifna bíl.
Með gleri eins og í fiskabúri var boðið upp á pláss fyrir þrjá en ökumaðurinn sat í miðjunni.
2. Citroën C3 Pluriel
Hér er einfaldlega Citroen C3 með blæju sem átti að slá í gegn. En blæjan lak, teinarnir í henni brotnuðu og allt skrölti þetta víst talsvert. Áhugaverð tilraun samt.
3. Citroën 2CV Sahara
John Cooper er frægur fyrir aðkomu sína að Mini Cooper en hann vildi gera „safari“ gerð af Coopernum með tveimur mótorum. En British Midland var ekki á þeim buxunum. Þetta var árið 1964. Þá voru Citroën búnir að gera 2CV Sahara með tveimur mótorum.
Hægt væri að keyra 425cc vélar hans saman eða sjálfstætt, sem gefur ökumanni val um fram-, aftur- eða fjórhjóladrif.
Bíllinn var fullkominn fyrir landslag Norður-Afríku, en verðið var hátt á bílnum (næstum tvöfalt hærra en venjulega gerðin 2CV) og þýddi að færri en 700 voru smíðaðir á milli 1960 og 1968. Þeir sem lifðu af eru nokkuð verðmætir í dag.
4. Citroën Citela
Ekki er gott að ráða í hverju menn voru að reyna ná fram með þessum litla og frekar ljóta bíl. En hann er skrítinn og mjókkar að aftan. Ekki ólíkur M35 að einhverju leyti
5. GTby Citroën
Citroën smíðar ekki ofurbíla, en það er allt í lagi að láta sig dreyma.
Bíll þessi varð í raun bara þekktur á netinu, nánar tiltekið í leiknum Gran Turismo, enda var hann bara til þar – fyrir utan eitt stykki sem var smíðað í keyranlegri útgáfu, samt ekki með vetnisdrifnu vélinni úr leiknum.
6. Citroën Bijou
Þetta litla franska kvikindi var í raun smíðað á Englandi, í Slough verksmiðjunni sem André Citroën setti upp til að framleiða iðnaðaríhluti fyrir seinni heimstyrjöldina.
Boddíið er úr trefjaplasti en hann var hannaður af þeim sama og teiknaði Lotus Elite bílinn sem einnig var úr trefjaplasti. Þessi kaggi er hins vegar á grind undan 2CV.
Hann hefur þó pottþétt ekki skilað sömu afköstum og Lotusinn enda 425cc vélin aðeins að gefa 12 hestöfl.
7. Citroën Mehari
Þennan þekkja margir úr ferðalögum til Spánar kannski. Eins og í ætt við garðhúsgögn var þetta bíll sem ætlaður var til að skreppa á ströndina eða í pikknikk út í sveit. Hann var með yndislega Dyane fjöðrun sem lét þér líða eins og þú sætir í sófasetti. Bíllinn var með loftkælda vél og klæðningin úr plasti.
Citroën sló þennan bíl af árið 1988 en endurlífgaði hugmynd bílsins 27 árum seinna og kallaði fyrirbrigðið E-Mehari.
8. Citroën Activa
Fjórhjóladrif, fjórhjólastýri og veltivörn: Uppskrift hugmyndabíls þessa frá árinu 1988 hljómar dálítið eins og framtíðarbíll – en þetta var þó aðeins hugmynd.
Önnur hugmynd, sem bar titilinn Activa 2, fylgdi í kjölfarið árið 1990, en Citroën áttaði sig á því að hátt smásöluverð framleiðsluútgáfu bílsins myndi þýða að hann væri að keppa við BMW og Mercedes og tók verkefnið ekki lengra.
Sem betur fer var sumu haldið til haga: tölvustýrða Hydractive fjöðrunin endaði í XM bílnum 1989 og Xantia 1992, en hin snjalla Xantia Activa gerð, sem kynnt var árið 1995, var með virka veltivörn sem stýrt var með fjöðrun bílsins.
9. Citroën GS Camargue
Fyrsti Bertone hannaði Citroën endaði svona, 4 sæta fastback með GS krami.
Citroën var á hausnum þegar Camargue var kynntur árið 1972, svo framleiðsla kom ekki til greina. En Gandini hjá Bertone stílfærði nokkrar hugmyndir fyrri BX bílinn áratug síðar.
10. Citroën C10 ladybird
Þessi C10 er eini bíllinn sem eftir er af C fumgerðum bíla sem Citroën gerði á sjötta áratugnum. Gerðar voru tíu mismunandi tillögur með það fyrir augum brúa bilið á milli 2CV og DS bílanna.
Ekki ólíkur KR200 kúlulaga bílnum frá Messerschmitt var Citroën með loftfjöðrun og gluggum á lyftu.
En verkefnið var fellt niður í þágu hefðbundnari Ami (sem er líklega í eina skiptið sem Ami hefur verið kallaður hefðbundinn).
11. Citroën Xanthia
Er þetta bíll sem átti að líkjast MR2 frá Toyota?
Alveg spurning hvernig þessi sæti virka í langkeyrslu. Svo þarf maður líklegast skíðagleraugu eða mótorhjólahjálm ef maður ætlar að aka þessu. Þetta er afsprengi 1986 módelsins af AX.
12. Citroën M35
Citroën notaði viðskiptavinina sem tilraunadýr en voru fengnir til að prófa þennan knáa bíl í eitt og hálft ár áður en smíði hófst. Og það var rotary mótor í honum. Furðulegur bíll samt.
Aðeins 267 voru smíðaðar, en útgáfur af rotary vél og vatnsloftknúinni fjöðrun áttu eftir að fara í framleiðslu á GS Bi-rotor – reyndar fréttist það síðar að þeir hjá Citroën óskuðu sér þess að þeir hefðu aldrei farið út í þá vitleysu.
Umræður um þessa grein