Það stendur ekki utan á þér hvað þú átt af peningum eða hvort þú ert mögulegur kaupandi dýrra hluta eins og lúxusbíla sem kosta tugi milljóna.
Það getur tekið sölufólk talsverðan tíma að sinna kaupendum bifreiða – enda margt sem spilar inn í.
En þarf hlutur að kosta tugi milljóna til að viðskiptavinur fái eitthvað ákveðið viðmót? Hvað með þjónustu við kaupa á fjölskyldubílnum – annar dýrasti hlutur sem fjölskyldan fjárfestir á eftir fasteign.
Bros getur gert gæfumuninn
Hér á landi hefur ekki borið mikið á stéttaskiptingu og flestir fá sömu þjónustu – burt séð frá hvort þeir eiga fyrir því sem þeir eru að kaupa eður ei. Hins vegar er þjónustan misjöfn eins og menn eru margir.
Það getur pirrað suma að sjá starfsmann fyrirtækis í símanum á meðan þeir bíða eftir þjónustu.
Það er bara svo mikið að gera
Hver hefur ekki upplifað sölumanninn sem tekur ekki eftir þér, horfir sem fastast á tölvuskjáinn og lítur ekki upp. Býður þér ekki einu sinni góðan daginn.
Hvað með gaurinn sem horfir á þig eins og þú sért að trufla hann með veru þinni í sýningarsalnum? Eða sölumaðurinn sem er í langa símtali dagsins og er enn í símanum þegar þú gengur út úr versluninni.
Afsakanir og tímaleysi
En hvernig er að hringja í íslenskar bílasölur? Er kannski símsvari sem svarar og segir þér að í augnablikinu séu allar línur uppteknar en þú getir fundið allt sem þú þarft á netinu? Ertu kannski númer 23 í röðinni.
Er þér boðið á að ýta á stjörnu og fimm og fá símtal þegar næsti sölufulltrúi er laus. Nú svo náttla þarf að minna þig á að símtalið er tekið upp – allt til að bæta þjónustuna.
Í lok viðskipta getum við svo metið gæði þjónustunnar.
En hvernig er þjónustan hjá bílaumboðunum hér á landi? Endilega deilið reynslu ykkar.
Umræður um þessa grein