- Tveir nýir rafbílar frá Toyota
- Toyota hefur lofað fjölda nýrra rafbíla til ársins 2026. Tveir þeirra voru sýndir í hugmyndaformi á bílasýningunni í Shanghai.
Við höfum aðeins fjallað um næstu skerf Toyota á sviði rafbíla, þar á meðal á nýlegri bílasýningu í Shanghai í Kína.
Vefur BilNorge var að fjalla um þetta á dögunum og hér á eftir fylgir grein þeirra:
Enn sem komið er hefur Toyota aðeins einn rafbíl til sölu á okkar markaði en á næstu þremur árum verða þeir samtals með tíu gerðir. Þó að ekki verði allt selt alls staðar.
Í Kína hafa þeir hafið sölu á bZ3, sem er minni gerð fólksbíls sem er ekki ósvipaður Tesla Model 3 að sniði.
En á nýlega haldinni bílsýningu Auto Shanghai sýndu þeir tvær nýjar hugmyndir sem voru sérsniðnar fyrir kínverska markaðinn.
Önnur er kölluð bZ Sport Crossover Concept og er ætluð kynslóð Z, en hin, (sú sveigjanlegri) sem kallast bZ Flex Space Concept, er frekar miðuð við fjölskyldur.
Crossoverinn hefur verið þróaður í samvinnu við BYD, en sá sveigjanlegi verður smíðaður af GAC Toyota Motor.
BilNorge hefur þegar fjallað um nýjan lítinn sportjeppa sem verður settur á markað í Evrópu í gegnum bZ Compact SUV Concept, sem er aðeins stærri að stærð en Toyota C-HR. Þetta er ein af alls sex bZ gerðum sem koma á markað hér í lok árs 2026.
Í Bandaríkjunum mun fyrirtækið hefja staðbundna framleiðslu á jeppa með þremur sætaröðum árið 2025. Hann verður búinn rafhlöðum sem framleiddar eru á staðnum í Norður-Karólínu og framleiðslugetan verður aukin í takt við eftirspurn.
(frétt á vef BilNorge)
Umræður um þessa grein