Lada Niva var upphaflega smíðaður í samstarfi AvtoVAZ, rússneska bílaframleiðandann sem framleiðir Lada bílana og franska bílaframleiðandans Renault. Upprunalegur Lada Niva, sem fyrst var kynntur árið 1977, var byggður á grunni Fiat 127.
Með tíð og tíma var bíllinn uppfærður og Niva aðlagaður meira að framleiðsluferli AvtoVAZ sem leiddi til núverandi Lada Niva Travel sem er í raun sjálfstæð hönnun þrátt fyrir að talsvert af hönnun og íhlutum komi frá Renault.
Hvað sem segja má um samstarf við aðra framleiðendur á líftíma Lödunnar er þessi jeppi löngu orðinn að táknmynd fyrir torfæruakstur.
Byggður á gömlum grunni
Lada Niva Travel er smíðaður á sama grunni og Lada Niva. Bíllinn var kynntur til leiks árið 1977 og munum við sem komin eru á þann aldur að þurfa setja upp lesgleraugu til að lesa smáa letrið vel eftir þessum bíl.
Bifreiðar og landbúnaðarvélar höfðu umboð fyrir Löduna – nú BL.
Fyrir sveitina
Lada Niva Travel er útgáfa af Niva sem er hönnuð fyrir óbyggðaferðir og býður upp á lúxus eins og loftkælingu betri hljóðeinangrun og þægilegri sæti. Niva Travel er þannig mjög svipaður Lada enda deila bílarnir sama grunni, íhlutum og eiginleikum.
Tilbúinn í torfærur
Lada Niva Travel er í raun andlitslyfting á AvtoVaz 2123, einnig nefndur Chevrolet Niva. Sú gerð leit dagsins ljós árið 1998 en hefur gengið í gegnum talsverðar breytingar fram að árinu 2021 og er í dag með nokkuð nútímalegu útliti.
Þú færð splunkunýjan Lada Niva Legend fyrir að jafnvirði 3,4 milljóna íslenskra króna í Bretlandi.
Það kann vel að vera að sá nýi, Lada Niva Travel sé ef til vill ekki eins sterkbyggður og sá gamli. Þó lítur sá nýi alveg þokkalega út og virðist vera tilbúinn í eins og allavega eina eða tvær lækjarsprænur.
Lada Niva Travel kemur með 1,7 lítra, fjögurra strokka dísel vél sem gefur 80 hestöfl. Við hana er tengdur fimm gíra beinskiptur gírskassi. Jeppinn er fjórhjóladrifinn og með læstu mismuna drifi. Verðið út úr búð í Rússlandi er frá um 748 þús. rúblur sem eru um 1.274 þús. íslenskar krónur. Ætli það sé ekki sú týpa sem er alveg berrössuð.
Umræður um þessa grein