Brabus Superblack kemur með 900 hestöfl og uppfærslum að utan og innan
Brabus á sér langa sögu um að „tjúna“ Mercedes gerðir til að gera þær öflugri og meira áberandi. Það er vissulega enn haldið fast við þá formúlu þegar um er að ræða nýjustu gerð bílsins, Brabus 900 Superblack, sem er byggð á Mercedes-AMG G63 afkastaútgáfu G-Class jeppans.
Eftir að hafa þegar búið til P 900 „Rocket Edition“ og 900 „XLP“, eru þeir hjá Brabus ekki ókunnugir Mercedes-AMG G 63. Superblack kemur með mikið af frammistöðuuppfærslum en einnig hafa nokkrar útlitslagfæringar ratað í bílinn.
V8 og 900 hestöfl
Byrjum á vélbúnaðinum, 900 Superblack fær 4,5 lítra, tveggja forþjöppu V8 með 900 hestöfl og 1.250 Nm togi. Það er 323 hestöfl og 400 Nm meira en venjulegur bíll. Þessu ná þeir fram með sérhönnuðum forþjöppum og sérsniðinni vélarstillingu.
Til að tryggja að aukakrafturinn sé nægilega hljóðrænn, þá er nýtt sportútblásturskerfi með kolefnisútblástursstútum.
Við gerum ráð fyrir að flestir 900 Superblack eigendur muni líklega ekki hafa á móti því að samanlögð eldsneytisnýting er aðeins 6,97 lítrar á hundraðið.
Tíminn 3,7 sekúndur 0-100 km/klst er 0,2 sekúndna bæting frá venjulega bílum og afl er að sjálfsögðu sent á öll fjögur hjólin í gegnum níu gíra sjálfskiptingu. Brabus hefur einnig komið fyrir nýju setti af gormafjöðrum sem getur stillt aksturshæðina um 45 mm. Hámarkshraði stendur í 280 km/klst.
Sjónrænar lagfæringar á Superblack fela í sér risastórar 24 tommu álfelgur, nýja vélarhlíf með stórum loftinntökum, Brabus lógó og inndregið letur á varahjólshlífinni, endurskoðað grill og breitt yfirbyggingarsett með auka felguköntum.
Þakfestar LED ljósastikur munu hjálpa þér ef þú velur 900 Superblack þegar farið er í torfærur.
Innréttingin fær svipaðar breytingar með demantsvatteraðu áklæði frá Brabus í gegn, upphleypt „77“ merkjum sem tákna árið sem Brabus var búið til, festingar úr koltrefjum, álpedölum og nýju setti af skiptiflipum úr koltrefjum.
Gamla góða „klukkan“ er enn á sínum stað
Brabus hefur ekki sagt hvað Superblack kostar, en þar sem Brabus 900 XLP hefur verið verðlagður frá 500.000 pundum (um 152,4 milljónum ISK) búast þeir hjá Auto Express við svipaðri tölu hér.
(Grein á AutoExpress)
Umræður um þessa grein