Það var árið 1962 sem Wagoneer kom fyrst fram á sjónvarsviðið en hann var leið Jeep til að stækka vörulínu sína umfram framleiðslu í hernaðarlegum tilgangi og koma sér inn á borgaralegan markað. Wagoneer var hannaður sem lúxusjeppi, með eiginleikum eins og vökvastýri, sjálfskiptingu og loftkælingu.
Smellið á myndir til að stækka!
Jeep Grand Wagoneer árgerð 2023.
Wagoneer snýr aftur
Nafnið „Wagoneer“ kemur frá samsetningu „vagn“ og „brautryðjanda“. Jeppinn var hannaður til að vera harðgerður jafnt sem öflugur, en jafnframt að búa yfir þægindum lúxusbíls. Nafnið „Wagoneer“ var ætlað að miðla þessari blöndu af hörku og lúxus og það hefur síðan orðið klassískt nafn á jeppamarkaðnum.
Skutbíll varð að jeppa
Wagoneer er afsprengi hins klassíska ameríska skutbíls enda hafði hann svipaðan yfirbyggingarstíl og margir skutbílar þess tíma. Hins vegar var hann markaðssettur sem sportjeppi og var hannaður með mikla torfærugetu í huga.
Hér er árgerð 1965 af Jeep Wagoneer.
Wagoneer er sennilega eitt af elstu ökutækjunum til að sameina notagildi fjórhjóladrifins jeppa og þægindi fólksbíls og er hann talinn vera einn af fyrstu lúxusjeppunum.
Þó svo að Wagoneer sé líkur skutbíl, þá var Wagoneer ætlað að vera meira en bara fjölskyldubíll en hann var brautryðjandi sem öflugur jeppi inn á markaðinn.
Hér sjáum við 1970 módelið.
Hér er svo aftur 1984 módelið og eins og sjá má hafa ekki orðið miklar breytingar á bílnum á rúmlega tuttugu ára líftíma hans.
Upprunaleg hönnun Jeep Wagoneer var leidd af iðnhönnuðinum Brooks Stevens, sem var ráðinn af Willys-Overland til að nútímavæða og uppfæra vörulínu fyrirtækisins frá 1950. Stevens sá um að hanna yfirbyggingu og innréttingu Wagoneer, auk margra annarra jeppabifreiða.
Uppfærsla á innanrými var helst að finna í sætum og smá breytingu á stýri.
Nýr markaður
Hugmyndin um að framleiða Wagoneer kom frá þáverandi styjórnarformanni Willys-Overland, Joseph Frazer. Frazer taldi að markaður væri fyrir fjórhjóladrifinn bíl sem bæði hefði notagildi og byði upp á lúxus og hann fól Stevens að hanna slíkan bíl.
Það var síðan Wagoneer sem varð afrakstur þessa verkefnis og það heppnaðist svona virkilega vel. Þetta varð til að gera Jeep leiðandi á jeppamarkaðinum í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum.
Eitt af einkennum Wagoneer var „timbur” klæðningin á hliðum bílsins.
Tímarnir breytast og mennirnir með. Svona lítur lúxusuinn út í dag.
Topp afköst og lúxus
Nýjasti Wagoneer jeppinn ber þess merki að vera lúxusbíll. Markmiðið var að bjóða upp á plássmikinn lúxus jeppa í fullri stærð sem keppir við álíka bíla annarra framleiðenda.
Glænýr Grand Wagoneer er ansi flottur bíll.
Jeppinn er hannaður til að bjóða upp á úrvals akstursupplifun, rúmgóða og þægilega innréttingu og öflugum vélarkostum.
Nýi Wagoneer miðar einnig að því að laða að viðskiptavini sem vilja stóran og öflugan jeppa með mikla dráttargetu og bjóða um leið nýjustu tækni og lúxuseiginleika. Það má því búast við að nýr Wagoneer eigi eftir að skapa lendur fyrir ný og skemmtileg ævintýri eins og áður.
Nýr Grand Cherokee kemur á næsta ári
Já, svo er það Grand Cherokee sem kynntur hefur verið til leiks í Bandaríkjunum sem tengitvinnbíll. Reiknað er með að sá jeppi verði boðinn á Íslandi fljótlega á næsta ári. Við hjá Bílabloggi bíðum frétta af nánari dagsetningu um komu þessa víðfræga jeppa á markað hér á landi.
Unnið upp úr ýmsu efni á vefnum.
Umræður um þessa grein