- Glæsilegur, nánast upprunalegur Camaro Z28
- Endurgerð bílsins var gerð með líku verklagi og við smíði bílsins í verksmiðju
- Við endurgerð var notað eins mikið af NOS íhlutum (ónotoðum, gömlum orginal) og hægt var
- 302 V8 Chevrolet
- Holley blöndungur, Winters loftinntök og Double Hump hedd
- Muncie 4 gíra beinskipting með upprunalegu Hurst skiptingunni
- Vökvabremsur með upprunalegri höfuðdælu – diskar að framan end tromlur að aftan
- Orginal Standard Black innrétting með mælaklasa í miðjustokki
- Olympic Gold litur með Tuxedeo Black Rally Stripes og svörtum toppi
- 15 tommu Chevrolet Rally felgur (þrjár af þeim eru upprunalegar)
Gamlir orginalar eru sífellt að verða vinsælli. Flestir bílaklúbbar í Bandaríkjunum halda lista yfir orginala og sá listi fer stækkandi.
Þetta þykir skiljanleg þróun enda getur hver sem er náð sér í ryðhrúgu á einhverjum ruslahaug og smíðað hana upp á nýtt með fullt af íhlutum sem eru bara framleiddir í fyrra kannski.
Þetta eintak er eitt af þessum orginölum. Einn af flottustu sportbílum Detroit tímabilsins er hér boðinn í eins tærri útfærslu orginal bíls eins og við sjáum best í dag. Þessi er alveg þess virði að eignast.
Fyrsta kynslóð Camaro hjá Chevrolet var í raun bíll sem var á milli hinnar goðsagnakenndu Corvette og hins velþekkta Chevelle og var vinsæl meðal yngri ökumanna vegna frábærrar frammistöðu.
Þessi Camaro sem um er rætt þykir einstaklega vel heppnaður og hefur verið gerður upp með að markmiði að halda eins miklu upprunalegu og mögulegt er. Grindin var yfirfarin og hreinsuð, gólfið í bílnum og skott er allt úr upprunalegu stáli, fjöðrun er upprunaleg.
Camaro þessi var seldur nýr í Reedman Chevrolet í Langhorne, Pennsylvaníu. Hann fékk strax þá umhyggju sem svona bíll á skilið og var í eigu fjölskylduí Tonawanda, New York.
Bíllinn var ávallt geymdur í bílskur og var í eigu sömu fjölskyldu í rúm 30 ár. Þá hafði bílnum verið ekið um 30 þúsund mílur. Eignaðist þá eigandi númer tvö bílinn.
Camaroinn hefur svo verið á sýningum í gegnum tíðina hingað og þangað um landið en árið 2009 var bíllinn frískaður upp af Camaro spesíalistum á Little Rock bílasölunni í Queen City. Allt var gert til að halda sem mestu orginal.
Chevrolet Camaro Z28 Rally er afkastamikil útgáfa af fyrstu kynslóð Chevrolet Camaro, sem var framleiddur frá 1967 til 1969.
Z28 Rally pakkinn var kynntur árið 1969 og var hannaður til að keppa í Sport Car Club of America’s (SCCA) Trans-Am seríunni.
Z28 Rally var búinn 302 rúmmetra (4.9 lítra) V8 vél, sem var sérstaklega hönnuð til að gefa mikið afl og tog. Vélin var með ofaná liggjandi kambás og fjögurra hólfa blöndungi, sem gerði henni kleift að framleiða 290 hestöfl.
Aðrir eiginleikar sem aðgreindu Z28 Rally frá venjulegum Camaro voru meðal annars sérstakt loftinntak, vindskeið að framan og aftan, lægri fjöðrun, diskabremsur að framan og 4 gíra beinskipting.
Z28 Rally náði mjög góðum árangri í Trans-Am mótaröðinni og vann meistaratitilinn 1968 og 1969.
Árgerðin 1969 er sérstaklega athyglisverð þar sem búið var að skreyta bílinn aðeins öðruvísi, þar á meðal með grilli og nýjum afturljósum.
Í dag er Chevrolet Camaro Z28 Rally 1969 mjög eftirsóttur bíll. Hann er sjaldgæfur og þykir einn af krafmestu sportbíla síns tíma.
Fyrir nördana má lesa meira um bílinn hér en hann er til sölu hjá RK Motors og ásett verð er um 130 þús. dollarar eða 17,7 milljónir íslenskra króna.
Umræður um þessa grein