Samkvæmt opinberum framleiðslutölum voru alls rúmlega 211 þúsund Pontiac Firebird framleiddir árið 1979. Þar af voru 117 þúsund af þeim Trans Am. Sú tala nær yfir allar gerðir og útgáfur þeirrar gerðar.
Þar á meðal var þessi Firebird Trans Am týpa sem kom út árið 1979 en þeim fer víst fækkandi þessum bílum.
Einn eftirminnilegasti bíll þessarar tegundar er eflaust svarti Trans Am bíllinn úr „Smokey and the bandit“ kvikmyndinni með Burt Reynolds í aðalhlutverki. Bíllinn varð tákn Bandarískrar sportbílamenningar þess tíma og er enn vinsæll sem slíkur.
Þegar Pontiac Firebird var kynntur árið 1969 varð Trans Am nafnið „pakkaheiti“ á bíl sem dró nafn sitt af Trans Am Series, vinsælli kappaksturs séríu í Bandaríkjunum á þessum tíma. Eftir það varð Trans Am sér gerðarheiti.
Trans Am pakkinn innihélt uppfærða fjöðrun, bremsur og vélarhluti auk útlitslegra þátta eins og loftinntaka, spoiler að aftan og lofttúðuna á húddinu.
Eldfuglinn var aftur á móti nafnið á þeirri gerð sem Trans Am var byggður á. Hann var kynntur til sögunnar árið 1967 sem sportlegur, tveggja dyra sportari frá Pontiac deild General Motors.
Hann var hugsaður til að keppa við aðra vinsæla kraftmikla sportbíla eins og Ford Mustang og Chevrolet Camaro.
Í gegnum árin þróaðist Firebird í öflugan sportbíl sem boðinn var í nokkrum mismunandi útfærslum og vélarvalkostum, þar á meðal með Trans Am pakkanum.
Í stuttu máli var Trans Am því pakkaheiti fyrir Eldfuglinn líka og bæði nöfnin urðu þannig samofin vegna tengingar þeirra við þennan vinsæla sportbíl.
Bíllinn á myndunum með þessari grein er til sölu. Hann er sagður hafa verið í eigu aðeins tveggja aðila frá því hann kom á götuna og í eigu bílaáhugamanns frá Arizona allt til ársins 2022.
Þetta eintak er aðeins ekið rétt undir 9.000 kílómetrum.
Hann er búinn 403 cubic inch Oldsmobile 6.6 lítra V8, með turbo-hydramatic 350, 3-gíra sjálfskiptingu. 10 bolta afturöxli, loftkælingu frá verksmiðju, vökvastýri, orginal Deluxe Blue Cloth innréttingu með auka mælasetti og veltistýri.
Það er rafmagn í rúðum og rafmagn í læsingum, hraðastillir og orginal Cameo White málning með bláum strípum og orginal Trans Am merkingum. 15 tommu Pontiac Snowflake felgur eru usíðan undir þessum fallega bíl.
Þeir hjá RK Motors bjóða upp á flutning hvert á land sem er. Og verðið er ekki nema rétt rúmer 6,8 milljónir út úr búð í Charlotte, New York.
Umræður um þessa grein