Tesla hefur nú lækkað verð á nokkrum gerðum af Model Y og Model 3 enn frekar í Bandaríkjnum ef marka má fréttir Autoblog.com. Þetta er í sjötta sinn sem Tesla lækkar verð á bílum sínum í Bandaríkjunum á þessu ári.
Tesla sem á að skila afkomuskýrslu um rekstur fyrsta ársfjórðungs næstkomandi miðvikudag lækkaði verð á Model Y „Long range“ og „Performance“ bílum sínum um 3000 USD hvorn og afturdrifinn Model 3 um 2000 USD og er hann því kominn undir 40 þús. dollara í Bandaríkjunum í dag.
Tesla Model 3.
Tesla hefur því lækkað verð um alls 11% á Model 3 á árinu og Model Y um 20%. Þetta gerist á sama tíma og þeirra stærsti markaður er að undirbúa breytingar og harðari staðla sem takmarka skattaafslátt á rafbíla.
Fyrirtækið lækkaði einnig nýlega verð í Evrópu, Ísrael og Singapúr sem og í Japan, Ástralíu og Suður-Kóreu og og jók þannig aflsláttarhrinu fyrirtækisins sem hófst í Kína fyrr á árinu til að auka eftirspurn.
Samt sem áður tilkynnir Tesla, fyrr í mánuðinum að um 4% aukning sé á afhendingu bíla á fyrsta ársfjórðungi sem er mun minni en 17,8% aukning sem mældist á fjórða ársfjórðungi 2022.
Tesla Model Y.
Verðlækkanir valda mönnum nú áhyggjum af hagnaðarhlutfalli fyrirtækisins.
Á meðan búist er við að Tesla tilkynni um 24,2% aukningu tekna á fyrsta ársfjórðungi milli ára – í 23.29 milljarða dollara hefur áætlun um meðalhagnað lækkað um 2,4% á síðustu þremur mánuðum samkvæmt gögnum úr Refinitiv fjármálagrunninum.
Verð á nýjum Tesla Model 3 hér á landi er nú frá 6.119.988 kr. og nýr Model Y er frá 6.491.988 kr.
Umræður um þessa grein