Miðað við lengd listans yfir klikkaðar hugmyndir af nýjum bílum á sjöunda áratugnum verðum við eiginlega að viðurkenna að nokkur gróska hafi kraumað meðal bílaframleiðenda. Eitthvað sem var fokdýrt var á undanhaldi frá síðasta áratug á undan og þráhyggjan fyrir þotuöldinni var sest að í hugum bílateiknaranna. Hugmyndirnar voru nánast stjarnfræðilegar.
Listinn endurspeglar einnig yfirburði og traust bandaríska bifreiðaiðnaðarins á þeim tíma.
Evrópsku og japönsku vörumerkin voru enn að finna sína fjöl á þessum tíma en í Detroit fengu hönnuðir þeirra „þriggja stóru“ nýja blýanta og yddara og nóg af leir til að unga út oft á tíðum alveg furðulegum bílahugmyndum.
Það þýðir því ekkert að afsaka það að þessi listi er að meirihluta með amerískum bílum.
Plymouth XNR Concept – 1960
Hugmyndabílar fá venjulega frábær (og oft óframbærileg) nöfn en Plymouth XNR var nefndur eftir hönnuði sínum, Virgil Exner. Upp úr 1950 höfðu Ford og GM verið í nokkurskonar hönnunarstríði þar sem uggar stækkuðu og krómi var troðið svo til alls staðar. Þessi bíll skaut þeim hjá Chrysler og þá sérstaklega hjá Plymouth deildinni soldið langt aftur úr en þeir höfðu verið að markaðssetja sig sem hagkvæma bílaframleiðendur þar sem notagildi var í fyrrúmi.
Exner fékk það verkefni að hanna tveggja sæta sportbíl til að keppa við Ford Falcon og Chevrolet Corvette. Upphaflega var sá kallaður Plymouth Asymmetrica en hann hélt reyndar ekki því nafni, bíllinn var hannaður af Exner en smíðaður af Carrozzeria Ghia á Ítalíu á breyttum Plymouth Valiant grunni og í hann var settur 6 strokka línumótor.
Þessi bíll fór reyndar aldrei í framleiðslu en eftir kynningu á frumgerðinni vildi Exner kaupa bílinn en einhverra hluta tókst honum það ekki svo bíllinn var sendur aftur til Ghia.
Þaðan var hann seldur svissnesskum bílakóngi sem geymdi djásnið í Shah í Íran. Sagan segir að þaðan hafi bíllinn svo verið fluttur til Kúveit og þaðan til Líbanons þar sem hann var í geymslu á meðan þar geisaði löng og ströng borgarstyrjöld. Að lokum var bíllinn fluttur til Kanada þar sem hann var gerður upp.
Plymouth XNR Concept – 1960.
Chrysler TurboFlite Concept – 1961
Hönnun gömlu bílanna frá sjötta áratugnum höfðu reyndar margir orðið fyrir áhrifum þotualdarinnar sem var að ganga í garð. Það var mikið um uggahönnun, afturljós sem líktust afturbrennurum og stuðarar með stórum keilum.
Áratuginn á eftir snerist náttla allt um geimkapphlaupið. Þessi bíll er líka frá Exner en var hans síðasti hjá Chrysler. Aftur – var þessi bíll líka smíðaður hjá Ghia.
Risarnir þrír höfðu verið að gera tilraunir með forþjöppur í venjulega bíla. Þeim var ætlað að aka á meiri hraða og með meiri þægindum á vaxandi veganeti þeirra bandaríkjamanna en á þessum tíma stækkaði þjóðvegakerfi Bandaríkjanna hratt.
TurboFlite var með túrbínueiningu en óvirka samt. Bíllinn var með lyftanlegu glerþaki, inndraganlegum framljósum og loftbremsu. Hái afturvængurinn átti síðar eftir að sjást á honum goðsagnakennda Plymouth Road Runner og Dodge Charger Daytona.
Chrysler TurboFlite Concept – 1961.
Ford Seattle-Ite XXI – 1962
Hættiði nú alveg. Í Ford Seattle-lte XXI hugmyndabílnum tekur Ford hugmyndina um útskiptanlegar vélar alla leið. Ford kynnti svo gripinn á heimssýningunni í Seattle 1962.
Á bílnum var gert ráð fyrir skiptanlegum framenda þannig að hægt væri að nota mismunandi vélar við hinar og þessar aðstæður. Hagkvæmur og eyðslugrannur fyrir borgaraksturinn eða gargandi öflugur fyrir hraðbrautina og ferðalög milli ríkja.
Og jú, menn töluðu um kjarnakljúfur sem möguleika fyrir orkugjafa…
Bíllinn var með fjögur stýrð hjól að framan til að bæta veggrip og öryggi. Í bílnum var leiðsögukerfi sem gefa átti ökumanni upplýsingar eins og veður og ástand vega ásamt vegaleiðsögn. Skiptanlegar yfirbyggingar og aflrásir og tölvustýring – nei, það kláraðist ekki alvega á þessum tíma. Kom ekki fyrr en löngu seinna.
Ford Seattle-Ite XXI – 1962.
Ford Mustang I Concept – 1962
Ford Mustang er af gamla skólanum, afturhjóladrifinn og stór V8 vél. Það er bara erfitt að íminda sér hann einhvernveginn öðruvísi þennan bíl. Bíllinn hefur lifað sex kynslóðir.
Þessi Mustang er reyndar afar ólíkur þeim sem kom nokkrum árum síðar en það var Lee Iacocca sem stjórnaði Fairlane Group deild Ford sem stóð fyrir þróun bílsins – sem átti að vera tónn fyrir það sem framtíðin bæri í skauti sér.
Mustang þessi var hugsaður sem evrópsk útgáfa af sportbílum eins og Triumph eða Sunbeam. Þessi gerð var með vélina í miðjunni og ekki einu sinni með V8 mótor. Hann var með litum V4 mótor úr þýskum framdrifnum Ford Cardinal en honum var snúið við til að festa hann við stjórnklefann svo hann gæti drifið afturhjólin.
Um það bil það eina sem þessi bíll deildi með því sem seinna yrði mest seldi sportbíll allra tíma var nafnið, því það minnti aðhalhönnuðinn John Najjar á P51, Mustang orrustuflugvélina.
Ford Mustang I Concept – 1962.
OSI Silver Fox frumgerð – 1967
Evrópubúar sýndu líka takta á þessum tíma. OSI Silver Fox var ein af djarfari hugmyndum þessa tíma. Afsprengi OSI (Officina Stampaggio Industriale SpA) átti þessi bíll að sýna að ofurfærni í loftaflfræði og átti að keppa á LeMans 24/hrs árið 1976.
Bíllinn var kynntur á Turin Motor Show árið 1967 en hann var búinn 1 lítra Alpine, fjögurra strokka vél sem komið var fyrir aftan við farþegasætið. Bíllinn var eins og klofinn í laginu en þessi litli skratti náði samt um 250 km hraða á klukkustund. Það má eiginlega segja að lögun bílsins hafi verið eitthvað sem var á undan sínum tíma, jafnvel áratugum á undan.
Á bílnum voru þrír vindkljúfar sem hægt var að stilla á ferð. Ökumaðurinn gat hreyft þann í miðjunni á meðan sá aftari var stilltur. Peningaleysi olli því að aldrei varð úr fyrirhugaðri kappakstursþáttöku bílsins.
OSI Silver Fox frumgerð – 1967.
Lamborghini Marzal – 1967
Jú, það elska flestir bílaáhugamenn Lamborghini, hvað er annað hægt? Það sem hins vegar er erfitt að skilja er alltof lágur Lamborghini Marzal, V12 knúinn „fjölskyldubíll“ frá einum best þekktasta bílaframleiðanda í heimi á þessum tíma.
Ferruccio Lamborghini var eflaust að sýna eitthvað alveg öðruvísi, eitthvað sem átti bara að komast á síður blaðanna. Dýrt spaug samt sem áður.
Marcello Gandini hjá Bertone hannaði gripinn. Stýri og bremsur koma úr Lamborghini Espada og hálf vélin einnig. Vélinni var komið fyrir aftan á bílnum og var 2 lítra línu-sexa. Hurðirnar voru úr gleri og innréttingin silfurlituð.
Lamborghini Marzal – 1967.
Dodge Deora Concept – 1967
Jæja, hvað skyldi nú tengja ofangreinda Marzal og Dodge Deora ef þá eitthvað? Jú, báðir ódauðlegir. Það voru bræður sem hönnuðu bílinn. Þeir hétu Mike og Larry Alexander. Bræðurnir fengu verkefnið með að markmiði að sýna getu sína hönnunarsviðinu.
Eins og sjá má er bíllinn byggður á Dodge A100 bílnum en bræðurnir færðu vélina og skiptinguna aftur í bílinn ásamt bensíntankinum og vatnskassa og lokuðu það stöff af með hálfgildings skotti enda mjög troðið þarna afturí með öllu þessu dóti.
Þetta er reyndar hálfgert verkfræðiundur þessi bíll. Eftirminnilegasti eiginleiki þessa bíls er án efa rafrifinn framrúða og hleri framan á bílnum þar sem gengið er inn í bílinn. Stýrið var fest á snúningsarm og því læst þegar bílnum var ekið.
Pedalarnir voru sem betur fer gólffestir. Dodge voru svo hrifnir af bílnum að þeir álitu að hann gæti jafnvel verið tónninn í framtíðarhönnun bíla í náinni framtíð.
Dodge Deora Concept – 1967.
Holden Hurricane – 1969
Holden Hurrican er ástralskur hugmyndabíll. Þeir eru reyndar tveir, annar frá 2005. Það sem gerði þann fyrri eftirminnilegan er að hann er raunverulega á undan sinni samtíð, reyndar áratugum. Toppurinn færist upp og fram og niður með hlið bílsins, sætin hreyfanleg til auðvelda inn- og útgöngu.
Hurrican var þumlungi lægri en Ford GT40 og var búinn miðjusettum V8 Holden mótor. Þessi bíll var með kerfi sem kallað var Pathfinder sem leiðbeina átti ökumanninum með merkjum frá segulræmum sem innbygðar yrðu í vegyfirborðið.
Aðrir eiginleikar sem voru langt á undan sinni samtíð voru sjálvirk hitastýring sem kallast Comfortron, „sjáfstillandi“ útvarp og myndavélakerfi sem fest var við bílinn.
Holden Hurricane – 1969.
Byggt á grein af vefnum Goodwood road and racing
Umræður um þessa grein