Audi er að þróa nýja hönnun sem gerir þeim kleift að framleiða smærri gerð og myndir Auto Express sýna hvernig hann gæti litið út
Audi mun forðast núverandi þróun úrvalstegunda með því að vera áfram skuldbundinn til smíði minni gerða eins og A3, hefur yfirmaður fyrirtækisins staðfest – og það er líklegt til að leiða til glæsilegs lítils rafbíls sem væntanlegur er um 2026, eins og meðfylgjandi myndir Auto Express sýna.
Þýska vörumerkið er að leggja niður minnstu gerðir sínar, en ekki er búist við neinum arftaka fyrir núverandi A1 „supermini“ og Q2 „crossover“.
En þótt almennt sé búist við því að keppinautur Audi, Mercedes, muni hætta með A-Class og B-Class í Golf-stærð úr sínu framboði um miðjan áratuginn, er Audi að halda áfram með áætlanir um að kynna nákvæmlega þá stærð bíla á næstunni á rafmagns-grunni.
Á árlegri fjölmiðlaráðstefnu Audi í síðasta mánuði staðfesti forstjóri fyrirtækisins, Markus Duesmann, að sem hluti af sókn til að hafa „alrafmagnað ökutæki í hverjum kjarnaflokki“ hafi bíll í A3-stærð fengið grænt ljós. „Við höfum ákveðið að setja á markað viðbótar rafmagnsgerð fyrir neðan Q4 e-tron,“ sagði hann.
Kjarninn í ferlinu er ný rafmagnshönnun VW Group, kölluð SSP. Það er í raun samruni MEB-grunnsins sem nú er undirstaða VW ID.3 og Audi eigin Q4 e-tron, með PPE íhlutunum sem munu vera í stærri Audi Q6 e-tron, sem á að koma á markað á þessu ári.
(John McIlroy – Auto Express)
Umræður um þessa grein