Um daginn þegar ég var að skoða gömul bílamyndbönd á Youtube rakst ég á yfirlit af gömlum hestvögnum og nafngiftum þeirra. Skoðum aðeins hvernig hestvagnar gengdu mismunandi hlutverkum og bíla sem hafa fengið nöfn hestvagna í gegnumn tíðina.
Til eru margar tegundir hestavagna, hver með einstaka hönnun og tilgang. Hér eru nokkrar af algengustu tegundum hestavagna og nöfn þeirra:
Victoria Brougham vagn.
Brougham: Fjórhjólavagn með lokaðri yfirbyggingu, tveimur hurðum og upphækkuðu ökumannssæti.
Cadillac notaði Brougham nafn á bíla frá árinu 1977 og allt til 1992.
Cadillac Brougham eins og þeir litu út 1990-1992.
Landau: Fjórhjólavagn með felliþaki sem hægt er að loka eða opna. Ford notaði einmitt Landau sem gerð á Ford Thunderbird 1962. Um var að ræða vinil harðtopp með S skreytingu sem vísar bara nokkuð til felliþaksins/hálfþaks hestvagnsins.
Landau hestvagn.
Landau var gerðarheiti á þessum Ford Thunderbird. Reyndar hefur vísun í þetta nafn sést á fleiri bílum í gegnum tíðina.
Viktoría: Fjögurra hjóla vagn með lágan yfirbyggingu og hátt ökumannssæti. Oftst með hlíf og tveimur til fjórum sætum.
Victoria vagninn er ansi veglegur hestvagn.
Ford Crown Victoria hefur verið ansi vinsæll bíll í Bandaríkjunum. Hann fékk nafn sitt frá Ford Fairlane um miðjan fimmta áratuginn og hefur Crown Victoria verið notaður af lögreglu og sem Yellow cab í gegnum tíðina.
Phaeton: Fjórhjólavagn með háum yfirbyggingu og engu þaki. Hafði venjulega tvö eða fjögur sæti og er dregið af einum til tveimur hestum. Phaeton hefur verið notað af Volkswagen yfir lúxusbíla og dregur nafn sitt úr grískri goðafræði.
Phaeton vagn. Volkswagen hefur notað það nafn á bíl.
Wagonette: Fjórhjólavagn með opinni yfirbyggingu og sæti sem snýr fram. Þessi var dreginn af einum eða tveimur hestum.
Wagonette vagn.
Nú gæti maður haldið að Jeep Wagoneer fá nafn sitt frá þessum Wagonette. Ég finn nú samt sem áður ekki neina tengingu en Wagoneer dregur nafn sitt þó pottþétt af Wagon laginu og var hugsaður fyrir fólk, farangur og lengri ferðir.
Þessi glæsilegi Wagoneer er svo sem ekki líkur neinum hestvagni.
Dog Cart: Fjórhjólavagn með hárri yfirbyggingu en engu þaki. Þessi vagn var hugsaður til að flytja veiðihunda og hægt var að draga vagninn af einum eða tveimur hestum.
Svokallaður Dog Cart eða hundakerra.
Ekki er nein bein tilvísun í Dog Cart í bílaheiminum en þónokkrir bílar eru nefndir eftir fjófætlingum. Greyhound er rútubíll í Bandaríkjunum, Hillman Husky frá 1955, Aston Martin Bulldog frá 1978, Colani Whippet frá 1970, Ferrari Berlinetta Boxer frá 1973, Bedford Beagle og Terrier 1172 Formula frá 1959 svo einhverjir séu nefndir.
Efst til vinstri má sjá Aston Martin Bulldog, þá Bedford Beagle, Colani Whipped, Hillman Husky og síðast Terrier 1172.
Hansom Cab: Tveggja hjóla vagn með háu ökumannssæti og lágu farþegarými. Vagn þessi var hannaður til notkunar í borgum og bæjum og hægt er að draga vagninn af einum hesti.
Hansom kerra.
Sulky: Tveggja hjóla vagn með léttri yfirbyggingu og háu ökumannssæti. Þessi var hannaður fyrir hraðakstur og dreginn af einum hesti.
Sulky er eiginlega bara sport hestakerra.
Ég fann einn lítinn skratta sem kallast Casalini Sulky og er þriggja hjóla skröggur frá árinu 1969. Seinna meir hafa komið fleiri bílar frá þessum ítalska framleiðanda til dæmis Sulky Truck.
Hins vegar eru bílarnir með tengingu við Sulky nafnið ekki mikið fyrir augað.
Gig: Tveggja hjóla vagn með léttri yfirbyggingu og tveimur eða fjórum sætum. Hér erum við að tala um aksturseiginleika og akstursánægju en hann var dreginn af einum hesti.
Gig vagn hefur einnig verið kallaður rally vagn.
Meadowbrook Cart: Fjögurra hjóla opinn vagn með tveimur eða fjórum sætum. Þessi vagn átti að vera snöggur í snúningum og þægilegur í akstri og dreginn af einum eða tveimur hestum.
Meadowbrook vagn. Gott ef þessi er ekki eins og Ingalls átti í Húsinu á sléttunni.
Auðvitað er til svoleiðis bíll. Hann er hins vegar ekki með lausan topp heldur alveg kyrfilega fastan við boddíið. Við erum að tala um Dodge Meadowbrook frá því um 1950.
Hér er Dodge Meadowbrook frá fimmta áratugnum.
Þetta eru aðeins nokkrar af mörgum tegundum hestavagna sem til eru, hver með sína einstöku hönnun og hlutverk.
En hvernig kom gerðin „shooting break“ til sögunnar. Um er að ræða tegund vagns sem var sérstaklega hannaður fyrir veiðireisur. Oftast voru þetta lágir vagnar með flötu gólfi, sem gerði veiðimönnum kleift að stíga auðveldlega inn og út úr vagninum. Shooting break vagninn var oft dreginn af tveimur hestum og voru sæti fyrir fjóra til sex manns.
Shooting break eða station wagons komu sem bílar í framhaldinu og héldi hlutverki sínu.
Hvaðan kemur Avant hjá Audi
Audi notar hugtakið „Avant” til að vísa til línu skutbíla eða skutbíla. Hugtakið “Avant” var upphaflega dregið af franska orðinu “Avant” sem þýðir “áfram“.
Avant módelin voru fyrst kynnt af Audi snemma á 1990 og þau náðu fljótt vinsældum vegna sportlegrar hönnunar, hagkvæmni og afls. Í dag býður Audi upp á úrval af Avant gerðum, þar á meðal A4 Avant, A6 Avant, A7 Sportback og hágæða RS6 Avant, meðal annarra.
Audi Avant er skutbíll þeirra hjá Audi.
Á heildina litið hefur hugtakið „Avant” orðið samheiti við skutbílalínu Audi og er viðurkennt sem tákn um getu Audi til þróunar á nýstárlegri hönnun, háþróaðri tækni og afköst.
Touring hjá Renault
„Touring” er hugtak sem Renault hefur notað til að vísa til sumra ökutækja þeirra, sérstaklega stærri gerða eins og Renault Grand Scenic og Renault Espace.
Í tengslum við bíla vísar „touring” venjulega til tegundar bíls sem er hannaður fyrir lengi erðir eða fólksflutninga. Ferðabílar eru venjulega með rúmgóða og þægilega innréttingu, eiginleika fyrir þægindi og og eru oft búnir stærri vélum til að auka afköst.
Hér er svo nýlegur Renault Megané Sport tourer.
Renault Grand Scenic er til dæmis sjö sæta MPV (fjölnota ökutæki) sem er hannað til að bjóða upp á nægt pláss fyrir farþega og farangur, sem gerir hann tilvalinn fyrir fjölskyldur og ferðalög. Á sama hátt er Renault Espace stór MPV sem býður upp á þægilega og rúmgóða innréttingu, háþróaða tæknieiginleika og öflugar vélar og skemmtilega akstursupplifun. Touring er einnig notað á skutbíla Renault eins og til dæmis Megané.
Hvaðan kemur COMBI hjá Volkswagen og Skoda?
Á þýsku er orðið „Combi” notað til að vísa til skutbíla, sem eru bílar með lengri þaklínu og lengra farmrými að aftan. Hugtakið “Combi” er dregið af franska orðinu „Combiné”, sem þýðir „sameinað”.
Þó svo við íslendingar höfum kallað þennan bíl „rúgbrauð” var hann það ekki af þeim sem hönnuðu hann. Hann var kallaður Kombi eða Microbus.
Notkun hugtaksins „Combi” fyrir skutbíla er upprunnin í Evrópu um miðja 20. öld, þegar bílaframleiðendur fóru að framleiða bíla sem sameinuðu farþegarými fólksbifreiðar og farmflutningsgetu vörubíls. Þessir bílar voru markaðssettir sem „combi-cars” eða „combination cars” og náðu fljótt vinsældum vegna fjölhæfni og hagkvæmni.
Skoda Octavia Combi er skutbíll frá framleiðandanum.
Hugtakið “Combi” er enn almennt notað í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum til að vísa til skutbíla. Í öðrum löndum, svo sem Bandaríkjunum og Kanada, eru þessar tegundir bíla venjulega nefndar „station” eða einfaldlega „wagons”.
Umræður um þessa grein