1985 Cadillac Eldorado Commemorative Edition var sérstök útgáfa af Cadillac Eldorado lúxus kúpubak sem var framleiddur í takmörkuðu magni. Þá hafði áttunda kynslóð bílsins verið í framleiðslu síðan 1979. Aðeins voru framleiddir rétt um 3000 svona bílar – af þessari sérstöku gerð. Hér sýnum við einn þeirra sem eftir er og hann er til sölu núna hjá RK motors.
The Commemorative Edition var útgáfa sem átti að undirstrika sérstöðu Kaddans. Sérstök tveggja tóna litasamsetning prýddi bílinn og Cadillac merkið var aldrei langt undan. Innréttingin var einnig einstök fyrir þessa útgáfu, en í þessum hér sem við erum að sýna ykkur er innréttingin blá með sérstökum saumi í sætum.
Í húddinu var 4,1 lítra V8 vél sem framleiddi 135 hestöfl, pöruð við fjögurra gíra sjálfskiptingu.
Cadillac Eldorado Commemorative Edition árgerð 1985 er talinn safngripur og verður án efa verðmætari eftir því sem tíminn líður. Það gæti meðal annars stafað að því að aðeins voru framleidd um 3,300 eintök af þessari gerð.
Árið 1985 framleiddi Cadillac alls 33.210 Eldorado gerðir. Þar af voru 3.300 bílar af þessari gerð framleiddir og áttu að marka lok framleiðslu áttundu kynslóðar Eldorado.
Flokkaður sem lúxusbíll þess tíma
Árið 1985 var nýr Cadillac Eldorado ekki talinn ódýr bíll. Þetta var lúxusbíll og verðmiðinn nokkuð hár, og bíllinn var miðaður að velmegandi viðskiptavinum sem voru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir bíl sem bauð upp á meiri lúxus og skemmtilegri akstursupplifun. Reyndar var grunnverð Eldorado 1985 um 23.000 dollarar, sem var umtalsverð upphæð á þeim tíma. Þetta eintak er reyndar á 26.900 dollara.
En hvaðan fékk bíllinn þetta nafn?
Eldorado dregur nafn sitt af hinni fornu hugmynd um tilvist gullborgar, El Dorado og þýðir í raun hinn gullni. Borg þessi átti að hafa verið einhversstaðar í henni Suður-Ameríku en við förum ekki dýpra í það mál.
Sagan af uppruna nafnsins er pínu hversdagsleg en það var ritari í markaðssdeild GM sem sleppti matartíma til að sitja fund með teymi sem fengið var til að koma með tillögur að nafni á bílinn. Hún ritaði tillögu sína aftan á nafnspjaldið sitt og rétti yfirmanni sínum.
Nafnið fór alla leið fyrir stjórnina sem leist vel á nafnið sem sett var á bílinn. Mary Ann Marini hét unga konan sem átti hugmyndina að nafninu. GM greiddi henni ekkert aukalega fyrir nafngiftina en kannski voru samlokur á vinnufundinum.
Í dag, sem klassískur bíll, er Cadillac Eldorado 1985 enn talinn lúxusbíll og er almennt ekki talinn „ódýr“ bíll. Ætli ástand bílsins, magn í umferð og markaðsástand hverju sinni búi ekki til verðmiðann eins og á flesta markaðsvöru. Þetta eintak er hins vegar á fínu verði eða um 3,7 milljónir á bílasölu RK Motors
Umræður um þessa grein