Vel búinn Hyundai i20

TEGUND: Hyundai i20

Árgerð: 2020

Orkugjafi:

Rúmgóður, lipur og þægilegur
Sæti mættu halda betur við
139
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Vel búinn Hyundai i20

Veðrið var gott þennan bjarta laugardag. Við tókum rúntinn á glænýjum Hyundai i20, ókum út úr Kauptúni áleiðis út á Reykjanesið. Það fyrsta sem maður hugsaði! “Það er bara allt í þessum sportlega smábíl.” Hyndai i20 er í sama flokki og til dæmis Kia Rio, Volkswagen Polo, Ford Fiesta og Renault Clio.

Hyundai i20 skorar hátt í sínum stærðarflokki – hagkvæmur og í alla staði vel hannaður bíll.

Bíllinn sem við reynsluókum var af Comfort gerð, sjálfskiptur með 1.0 lítra, þriggja strokka, 100 hestfla túrbó vél sem kölluð er GDI og togar um 172 Nm. Verðið á slíkum bíl er 3.350 þús. krónur í maí 2020. Verðið á Hyundai i20 er afar hagstætt miðað við búnað og sambærilega bíla á markaðnum en Classic útgáfan er á 2.590 þús. krónur þegar þetta er ritað.

Snotrar 15 tommu álfelgur prýða Comfort útgáfuna.

Smærri vél – meiri orka

Þriggja strokka 100 hestfla túrbó GDI vélin stóð sig eins og hetja og nægir bílnum fyllilega. Hljóðlát, snörp og vinnur vel með 7 þrepa, tveggja kúplinga sjálfskiptingunni. Eflaust er bíllinn enn snarpari með 5 gíra beinskiptingu. Eyðslutölur eru heldur ekki að skemma fyrir en uppgefin eyðsla er rúmlega 5 lítrar á hundraðið og gæti þá verið við venjulegar aðstæður um 6 til 6.5 lítrar í blönduðum akstri.

1.0 lítra Turbo GDI vélin er sparneytin og vinnur vel.

Það fór vel um okkur tvo sem reynsluókum – báðir stórir og stæðilegir karlmenn sem finnst pláss skipta máli í bílum. Sætin þokkaleg en setur mættu þó vera stinnari og halda betur við fannst okkur.

Áklæði er hið snotrasta og allur frágangur til fyrirmyndar.

Eitthvað sem skiptir ekki öllu máli í venjulegum borgarakstri en skorar talsvert hátt í langferðum. Annars er allur aðbúnaður í bílnum til fyrirmyndar, gott pláss fyrir fætur frammí og þrælgott aftursæti sem rúmar þrjá fullorðna án vandræða. Höfuðpláss fyrir aftursætisfarþega kom einnig vel út.

Nóg pláss

Bílinn er svokallaður hlaðbakur (e. hatchbak) og farangursrýmið því ekkert sérlega stórt – samt rúmar það 326 lítra sem gæti alveg yfirfærst á lítið golfsett. Aftursæti eru niðurfellanlega í hlutföllunum 60:40 þannig að þá erum við komin í rúma 1040 lítra sem væri þá annað og aðeins stærra golfsett.

Skottið er rúmgott miðað við bíl í þessum stærðarflokki og hægt að fella niður sætin 60/40.

Hyundai framleiðir fallega bíla og i20 er þar engin undantekning. Búnaður bílsins er þó það sem við tókum sérstaklega eftir. Hyundai i20 er búinn Smart Sence akstursaðstoðarkerfi sem gerir akstur bílsins enn öruggari. Ratsjá og myndavél skynja til dæmis ef bíll hemlar snögglega fyrir framan bílinn og beitir þá sjálfur hemlakerfi bílsins.

Falleg lína í Hyundai I20.

Bakkskynjarar, bakkmyndavél, framljósaskynjari sem slekkur háu ljós er bíll kemur á móti, akreinavari og athyglisviðvörun. Athyglisviðvörun tekur mið af aksturslagi bílsins og metur hvort ökumaður kynni að þurfa kaffibolla eða smá hvíld.

Snjalltækni

Hyundai i20 er búinn fullkomnu margmiðlunarkerfi sem aðgengilegt er í gegnum 7 tommu snertiskjá í mælaborði.

Í dýrari gerðunum getur þú notað Apple CarPlay og Android Auto.

Þar er gert ráð fyrir stuðningi fyrir Apple CarpPlay og Android Auto ásamt þeim öppum sem eru í símanum. Mjög aðgengilegir tengimöguleikar eru við hendina svo sem AUX og USB teng neðst í mælaborði bílsins.

Þær gerðir sem í boði eru hjá Hyundai á Íslandi eru Classic útgáfan sem er sú ódýrasta og með minnstum búnaði og vél, þá Comfort og síðan Style bíllinn sem er sá með mestum búnaði. Einnig er í boði Premium útgáfa. Hægt er að velja um 10 liti þar sem sami litur er á öllum bílnum og 7 tvítóna samsetningar þar sem annar litur er á þaki en búk. Mismunandi búnaður er í bílunum eftir því hvaða gerð um ræðir, Classic, Comfort, Style eða Premium.

Hyundai I20 er til í þremur útgáfum og fæst í 10 mismunandi litasamsetningum.

Okkar mat er að Hyundai i20 er góður kostur sem fjölskyldu/borgarbíll með nægu plássi, nægu afli og helling af búnaði á frábæru verði.  

Kominn á 16 tommu álfelgur og í bláum eða rauðum boddý lit með svörtu þaki er bíllinn verulega snotur og sportlegur.

Helstu tölur:

Verð frá: 2.590 þús. (Verð á reynsluakstursbíl 3.350 þús. – maí 2020)

Vél: 999 rms.

Hestöfl: 100 hö.

0-100 k á klst: 10.5 sek.

Hámarkshraði: 190 km.

CO2: 112-118 g/km.

Eigin þyngd: 1250 kg.

L/B/H 4035/1734/1474 mm.

Svipaðar greinar

Svipaðar greinar