Snotur borgarbíll

TEGUND: Kia Picanto

Árgerð: 2020

Orkugjafi:

Bensín

Lipur og þægilegur borgarbíll
Minni vélin mætti vera aflmeiri
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Fæst í þremur útgáfum

Kia Picanto er minnsti bíllinn í Kia fjölskyldunni. Við tókum góðan bíltúr á einum slíkum beint úr kassanum einn sólríkan dag í júní.  Picanto sá fyrst dagsins ljós á bílasýningunni Frankfurt 2003 og var þá byggður á styttri grind af Hyundai Getz.

Kia Picanto er huggulegur lítill borgarbíll.

Fínt verð

Það verður að segjast að þessi bíll hefur dafnað og þroskað í áranna rás. Kia á Íslandi býður þennan bíl í dag í alls þremur útgáfum þar sem allir geta fundið bíl við sitt hæfi. Verð bílsins er frá 2.190.777 uppí 2.990.777 krónum (júní 2020) en vísunin í töluna 7 í verðinu hlýtur að vera fjöldi ára í ábyrgð – enda býður Kia á Íslandi 7 ára ábyrgð með öllum Kia bílum.

Flott hönnun.

Gerðirnar fjórar eru Classic, Urban, Style  og GT line en sá síðastnefndi er boðinn í sérpöntun. Bíllinn sem við ókum var af Classic gerðinni sem er grunnútgáfa bílsins. Samt sem áður er sá bíll mjög vel búinn. Hann kemur með blátannarbúnaði, aðgerðarstýri, velti og rafstangarstýri, USB og AUX tengi, fjarstýrðri samlæsingu og hæðarstillanlegu bílstjórasæti svo eitthað sé nefnt.

Ágætt farangursrými sem hægt er að stækka talsvert með því að fella niður aftursætin.
Gott aðgengi, hækkanlegt bílstjórasæti og hæð stýris er einnig stillanleg.

Það fór bara vel um okkur stóru karlana í þessum litla bíl. Með því að færa sætið næstum í öftustu stöðu var prýðilegt fótapláss frammí. Gott höfuðpláss afturí og fínt fótapláss. Þú situr hátt í þessum bíl og hann hefur þægilegt innstig.

Gott fótapláss afturí og höfuðrými einnig.

Veglegur staðalbúnaður

Næsta útgáfa fyrir ofan Classic bílinn er Urban gerðin. Sá bíll kemir á 14 tommu álfelgum, með loftkælingu, hita í framsætum og stýri, samlitum stuðurum og þokuljósum að framan og aftan ásamt rafmagni í rúðum allan hringinn.  Svo kemur Style gerðin og hann færðu á 15 tommu álfelgum, með 7 tommu margmiðlunarskjá, fjarlægðarskynjurum að aftan, bakkmyndavél og íslensku leiðsögukerfi ásamt LED ljósum að framan og aftan.

Aflið í minni vélinni mætti vera meira.

Toppurinn á þessum litla hugglega borgarbíl er GT line. Hann er í boði í sérpöntun og er ríkulega búinn.  GT line kemur á 16 tommu álfelgum, með lyklalausu aðgengi og ræsingu, þráðlausri hleðslu fyrir farsíma, neyðarhemlun AEB, árekstrarvara FCA, sóllúgu, hraða takmarkara og hraðastillir.

Hægt er að panta Kia Picanto í GT-line útfærslu. Þá er bíllinn með 100 hestafla vél og kemur á 16 tommu álfelgum.

Við erum að tala um 100 hestafla þriggja strokka vél með beinskiptingu fyrir aðeins 2.990.777 krónur (júní 2020) fyrir bíl hlaðinn búnaði.  

Eyðslugrannur

Vélin í Kia Picanto er í beinskipta bílnum, 1 lítra, þriggja strokka 67 hestafla vél en 84 hestafla 1.2 lítra vél í sjálfskiptum Kia Picanto.  Eyðslan er frá 4.2 lítrum og uppí 5.4 lítra fyrir sjálfskipu vélina. Kia Picanto er á topp tíu listanum yfir hagkvæmustu og skemmtilegustu borgarbílana í Evrópu árið 2020. Þar á hann sannarlega heima. Hins vegar mætti aflið vera örlítið meira.  

Upptakið er frekar lítið og 67 hestafla vélin helst til lítil fyrir bílinn. Það kemur hins vegar ekki að sök nema þegar tekið er af stað því bíllinn ekur mjög lipurlega kominn á ferð og heldur ágætlega aflinu í venjulegum akstri.

Picanto er aukinheldur með fullt af skemmtilegum fídusum sem gera lífið skemmtilegra. Til dæmis er upphitað stýri í þessum litla bíl (ekki í ódýrustu gerðinni) og þráðlaus hleðsla í GT line gerðinni. Style bíllinn er síðan með þessum fína 7 tommu margmiðlunarskjá og hægt að tengja AppleCarplay og Android Auto við kerfið.  GT line er með skemmtilegan útlitspakka þar sem hægt er gera bílinn svolítið persónulegri með litaveli og GT line útlitspakkanum.

Falleg og stílhrein hönnun prýðir þennan minnsta bíl Kia fjölskyldunnar.

Kia Picanto er fáanlegur í 10 flottum litum og þú getur valið um 2 gerðir af 16 tommu felgum sem gera þinn bíla sérstaklega flottan.

Helstu tölur:

Verð frá: 2.190.777 kr. (Verð í júní 2020).

Vél: 998 rms.

Hestöfl: 67, 84 og 100 hö.

0-100 k á klst: 10,1 – 14.5 sek.

Hámarkshraði: 158  – 180km/klst.

CO2: 89 – 124 g/km.

Eigin þyngd: (frá/til) 855/933 kg.

L/B/H 3595/1595/1485 mm.

Ljósmyndir, myndband og klipping: Dagur Jóhannesson

Svipaðar greinar

Svipaðar greinar