Rauði fáninn, sá flottasti í kínaflotanum

TEGUND: Hongqi E-HS9

Árgerð: 2023

Orkugjafi:

Rafmagn

Afl, hönnun, akstursupplifun
Pláss í öftustu röð, plast í innréttingu
149
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR

Rauði fáninn, sá flottasti í kínaflotanum

Loretta Lynn söng um Honky tonk girl í kringum 1960. Þó hljómurinn í titlinum tóni við Hongqi á íslensku er meiningin langt í frá sú sama. Hongqi þýðir „rauði fáninn” en hann er eitt sterkasta tákn alþýðulýðveldisins Kína.

Hongqi voru upphaflega lúxusbílar sem framleiddir voru til að flytja háttsetta embættismenn í hersýningum og skrúðgöngum á vegum alþýðulýðveldisins.

Fyrsti slíki bíllinn er kemur fram á sjónarsviðið árið 1958 og er sá bíll langt í frá að vera einhver drusla.

Byggður á amerískum Chrysler Imperial frá árinu 1955. Á árunum 1995 til 2006 byggði Hongqi bíla sem byggðir voru á Audi 100.

Hongqi E-HS9 er laglegur bíll.

Kínverskt eða evrópskt?

Kínverjar hafa reyndar lítið fundið upp sjálfir af þeim framleiðsluvörum sem kínverskar kallast heldur byggir framleiðsla þeirra mikið til á samstarfi við rógróna vestræna risa – nú eða jafnvel bara það sem við köllum oft „copy/paste” þegar einhver hermir eftir.

Plássmikið farangursrými og hægt að fella niður sæti.

Að því sögðu vorum við að reynsluaka flaggskipinu frá Hongqi. Gerðarheitið er svolítið ruglingslegt en það er e bandstrik hs9. Vonlaust að muna þetta. Hongqi-inn er í einu orði sagt meiriháttar flottur bíll.

Við erum að tala um rafmagnsbíl með bókstaflega öllu sem slíkur bíll þarf að hafa.

Bíllinn minnir mann svolítið á extra flottan amerískan lúxusbíl. Grillið sækir vestrænt útlit sitt til bíla eins og til dæmis Cadillac eða jafnvel Rolls Royce, sveigð línan undirstrikar lúxus og bíllinn er líka afar rennilegur.

Svolítið uppsettur að framan minnir mann reyndar pínu á gamla Jeppster frá Jeep.

Fullur af lúxus

BL býður nú þennan glæsivagn í þremur veglegum útfærslum.

Verðið er frá tólf og upp í sautján milljónir. Frekar hátt verð fyrir bíl sem er nýr á markaði og býr að auki við það að vera frá framandi landi sem enn er að vinna upp viðskiptavild á frekar íhaldssömum markaði sem íslenski bílamarkaðurinn er.

Kílóverðið er kannski ekki svo hátt reyndar en bíllinn er um 2.6 tonn að þyngd.

Efnisval er allt til fyrirmyndar. Samt kemur á óvart að hingað og þangað um bílinn er óþarflega þunnt, píanóglansandi plast.

Hver man ekki eftir andköfunum sem bíleigendur tóku á sjöunda áratugnum þegar einhverjir japanir fóru að flytja inn handónýtt rusl á borð við Toyota og Mazda.

Jú, við vorum svolítið innilokuð á þessari litlu afskekktu eyju í þá daga – og kannski enn.

Mælaborðið gleður augað.

Ótrúlega skemtilegur í akstri

Hongqi e-HS9 er stórglæsilegur bíll, vel búinn og frábært að aka. Bíllinn er aflmikill og hönnun bæði ytra og innra rýmis sérlega vel heppnuð.

Sætin og efnisval eru með eindæmum flott. Lúxusinn aldrei langt undan – hvar sem þú situr í bílnum.

Stólarnir afturí bílnum minna frekar á að maður sitji á fyrsta farrými í farþegaþotu en bíl.

Stór sóllúgan er opnanleg og með skyggni sem hægt er að renna fyrir á sólríkum dögum. Það er alveg hart plast og píanóglansandi í mælaborðinu – en það er í flestum nútímabílum í dag.

Þetta er ekta leður.

Loftræsting bílsins er ansi fullkomin og hægt að stilla hana eftir því hvar setið er í bílnum.

Sætin hægt að fá með nuddi, hita og kælingu og farþegar afturí geta notið þeirrar tækni líka

Grillið er ekki af lakari endanum – minnir á Cadillac og Rolls Royce.

Einn skjár á mann

Afþreyingarkerfið er kínverskt og ekki er þráðlaus tenging á milli Android Auto og bílsins – en í stokknum í miðjunni er símaslíður og tvö USB tengi, annað USB-C.

Í sjálfu sér finnst mér ekki að Android þurfi þráðlausa tengingu í bílnum. Mælaborðið er þakið skjám á langveginn og þar er allur stjórnbúnaður bílsins aðgengilegur.

Ekki fannst okkur neitt sérlega erfitt að læra á kerfið í stuttum reynsluakstri en þú þarft að nota snertiskjá til að rúlla hitanum upp eða niður – smá vesen á stundum.

Hér er svipað ljósasjóv og á sviðinu í Júróvísjón.

Við mælum með að þið skoðið myndbandið hér að neðan til að kynna ykkur upplifun af akstri þessa glæsilega bíls.

Fjölbreytni

BL býður bílinn í þremur rafhlöðustærðum. Sú minnsta er reyndar ansi stór – en bíllinn er jú stór. Það er um 84 kWst. rafhlaða sem skilar drægni upp á um 380 km. skv. WLTP staðlinum.

Millistærðin er 99 kwst. og skilar bílnum 441 km. skv. WLTP staðli og sú stærsta er um 120 kWst. og skilar 520 kílómetrum.

Frekar þröngt í öftustu sætaröðinni.

Kraftur í kögglum

Aflið er ótrúlegt – með togi upp á allt að 715 Nm skrúfar bíllinn sig svo vel áfram að maður þrýstist ofan í sætin.

Hongqi er sérlega vel hljóðeinangraður – eftirtektarvert hvað lítið heyrist inn í bílinn en við vorum að aka á krapablautri Reykjanesbrautinni og tókum vart eftir vinsælu, vatnsfylltu raufunum sem geta verið skeinuhættar á brautinni.

Sólglugginn er hátt í fermeter og opnanlegur.

Vel búinn bíll

Hongqi kemur í sex sæta útfærslu, fjórhjóladrifinn og með loftpúðafjöðrun. Það er hins vegar alveg álitamál hvort þægilegt sé að sitja í öftustu sætaröðinni fyrir fullvaxinn mann.

En farangursgeymslan er vegleg – um 440 lítrar og stækkanleg í um 2000 lítra með niðurfellingu sæta.

Það er rúskin í höfuðpúðunum.

Bíllinn er án efa hentugur fyrir marga. Glæsilegur fjölskyldubíll, stjórnendakaggi og myndi sóma sér fullvel sem forsetabíll.

Við höfum líka séð svona bíl í leiguakstri – án efa hentugur þar þó svo að viðkomandi geti þurft að keyra allt að helmingi fleiri farþega en til dæmis sá sem ekur Tesla Model Y í leiguakstri – til að hafa sama út úr því.

Blátt ljós við barinn – afturhurðin er vel upplýst.

Helstu tölur:

Verð frá 11.990.000 kr. og upp í 16.990.000.

Rafhlaða: 84-120 kWh.

Drægni: 380-520 km. eftir gerð.

Hestöfl: 551.

CO2: 0 g/km.

L/B/H: 5209/2010/1730 mm.

Svipaðar greinar

Svipaðar greinar