Vel búinn alvöru jeppi

TEGUND: Ssangyong Rexton HLX

Árgerð: 2019

Orkugjafi:

Dísel

160
DEILINGAR
1.5k
SMELLIR
Reynsluakstur Ssangyong Rexton HLX:

Vel búinn alvöru jeppi sem er sérlega hljóðlátur og mjúkur í akstri

Það var engu líkara en að veðurguðirnir hefðu ákveðið að ganga í lið með mér og aðstoða við reynsluaksturinn á hinum nýja Ssangyong Rexton, því um leið og ég tók við lyklunum byrjaði að snjóa og það var full þörf á fjórhjóladrifinu í nýföllnum snjónum.

Ég hafði raunar beðið þess með eftirvæntingu að prófa þennan nýja jeppa frá Bílabúð Benna. Var búinn að lesa mér til um hann og hafði séð það á frumsýningardaginn á Krókhálsinum að hér er á ferðinni fullvaxinn, mjög vel búinn jeppi.

SsangYong Rexton 2019 er stórt skref með tilliti til útlits, hönnun, hagkvæmni og þæginda – þetta er einfaldlega stór framför í fyrri kynslóð Rexton.

Komnir á nýjan stað í jeppaheiminum

Eitt er ljós að með þessum nýja Rexton eru þeir hjá Saangyong komnir á alveg nýjan stað í jeppaheiminum. Fyrirtækið býr að langri reynslu á þessu sviði, eða allt frá 1954, en fóru á fulla ferð 1987 þegar þeir tóku upp heitið Ssangyong Motor. Þá hófst samstarf við Mercedes Benz, og Musso kom fram í dagsljósið, jeppi sem náði góðri fótfestu hér á landi og hefur enn. Ýmsar eignabreytingar hafa síðan átt sér stað í áranna rás.

Sá Rexton sem við erum að reynsluaka í dag er önnur kynslóð bílsins, og breytingin er mikil frá fyrstu kynslóðinni. Báðir eiga það sameiginlegt að vera á grind, aflvélin er sú sama, en aflið hefur verið aukið úr 178 í 181 hestafl. En þar með lýkur nánast samlíkingunni. Fyrsta kynslóð Rexton var ekkert sérstaklega spennandi bíll, hvarf svolítið inn í fjöldann. Með annarri kynslóðinni stígur Ssangyong upp á mun hærri stall en áður með þessum nýja Rexton.

Hæð undir lægsta punkt er 224 mm sem setur Rexton í flokk með mörgum þeirra alvöru jeppa sem eru á markaði.

Flott útlit

Góðu fréttirnar eru að allt frá framenda að afturenda er Rexton með gott útlit, áberandi stílhreinn grill, sléttur prófíll, með sléttum línum allt að snyrtilegum afturendanum. Heildaryfirbragð bílsins er allt frekar almennt á að horfa en það er einmitt það sem margir kaupendur jeppa elska.

Að aftan hefur hönnuðum Rexton tekist að gefa jeppanum sitt eigið yfirbragð.

Flott innanrými

Innanrýmið í Rexton er þægilegt og um leið glæsilegt. Það er með hreinar línur, gott skipulag á hlutum og í HLX-gerðinni er bíllinn búinn demant-saumuðu nappa leðuráklæði, klæðningar með viðaráferð til skiptis við svarta fleti og króm. Í heild er yfirbragð innanrýmisins bara flott.

Rexton er 4850mm langur, 1960mm breiður og 1825mm hár. Þetta finnst vel í akstri og skilar sér í góðu plássinu í innanrýminu, það er nægt pláss og meira en fullnægjandi fyrir axlir og höfuðrými.

Stórar hurðir sem opnast vel gefa gott aðgengi að bílnum. Aðgengi að þriðju sætaröðinni er einnig einfalt: sæti í miðjubekknum er velt fram með tveimur handtökum og .á er auðvelt að stíga inn. Það er svo annað mál að plássið þar er ekki mikið.

Í framsætum fá ökumaður og farþegi sæti með góðum stuðningi, rafstýrð á alla vegu og með mjög góðum sætishita sem hægt er að stilla í þrjú stig hitunar. Stór 9,2 tommu snertiskjár með góðu íslensku leiðsögukerfi og sem býður upp á skipulagt útsýni yfir nærliggjandi svæði þegar þú notar 360 gráðu myndavélina. Að sjálfsögðu býður skjárinn upp á tengingar við Apple Car Play og Google Android.

Geymslupláss bjóða upp á tvöfaldur bolla/flöskuhöldur og hólf fyrir lykla, síma o.s.frv. á milli ökumanns og farþega, auk hurðavasa, vasa aftan á sætum og bollahöldur fyrir farþegar í annarri sætaröð auk lítilla hólfa fyrir farþegana í þriðju sætaröðinni.

Farangursrýmið í Rexton er dágott eða frá 680/820 lítrum upp í 1806 lítra þegar búið er að leggja öll aftursæti niður. Á fyrstu myndinni eru bæði sætin í aftasta bekknum niðri, á mynd tvö er búið að reisa upp annað sætið í aftasta bekknum og á þeirri þriðju er bæði sætin komin upp, en þó er eftir smápláss fyrir farangur eða innkaupin í búðinni.

Gott pláss á annarri sætaröð en minna í þeirri þriðju

Önnur sætaröðin er með skipt sæti, 60/40 skiptin með innfelldum armpúða í miðju, býður upp á gott pláss fyrir farþega; Þegar setið er beint fyrir aftan ökumanninn með það sæti í eðlilegri akstursstöðu er bnægt fótarými fyrir þann sem situr í sætinu fyrir aftan.

Það er mjög auðvelt að komast inn í þriðju sætaröðina, sem er skipt 50/50 brot, en eins og búast má raunar við þá þessa sætaröð er ekki mikið af plássi fyrir fullorðinn farþegar, þannig að þessi sæti henta aðeins að mínu mati til langferða fyrir börn , ekki fullorðna.

Rúmgott farangursrými

Farangursrýmið í Rexton er gott. Þar sem bíllinn er með þrjár sætaraðir þá er búið að lyfta botni farangursrýmisins aðeins, en samt er plássið 680 lítrar. Hægt er að stækka rýmið 820 lítra með því að taka þessa botnplötu í burtu. Þó að það sé aðeins lítið pláss fyrir farangur þegar öll sjö sæti eru í notkun, en ef aftasta röðin og röðin í miðju eru lagðar niður eykst farmrýmið í 1806 lítra.

Mælaborð og umhverfi í framsætum er til fyrirmyndar. Stór skjárinn er með íslensku leiðsögukerfi og býður einnig upp á ýmsar tengingar. Fyrir framan skiptistöng sjálfskiptingarinnar eru tengi fyrir USB og eins 12V-tengi fyrir aukabúnað.

Sérlega hljóðlátur og mjúkur í akstri

Eitt sem kemur  skemmtilega á óvart er hve gaman að aka Rexton. Með í huga að þetta er frekar stór jeppi, smíðaður á grind þá mætti búast við því að hann væri með hefðbundnar „jeppahreyfingar“ í akstrinum

Í akstri á góðu malbiki líður jeppinn áfram eins og fínasti fólksbíll, dempuð fjöðrunin gleypir minnstu ójöfnur, veghljóð er ekkert og aðeins heyrist lágt murr í dísilvélinni. Það var ekið á öllum gerðum vegyfirborðs, og meira að segja á holóttum malarveginum við Hafravatnið var fjöðrunin enn að vinna sitt verk fullkomlega og lítið veghljóð. Meira að segja ferköntuðu „hraðahindranirnar“ sem umferðaryfirvöld á höfuðborgarsvæðinu elska voru Rexton ekki til mikils ama, hann fór það léttilega yfir þær að aðdáunarvert er.

Sjö þrepa sjálfskiptingin kemur frá Benz og hentar þessum bíl vel. Hinsvegar fannst mér stundu stirt að færa stöngina á milli staðsetninga, væntanlega minn klaufaskapur, því þetta þykir mjög vel heppnuð lausn frá Benz. Næst fyrir aftan skiptistöngina er kringlóttur hnappur sem skiptið léttilega á milli drifs á afturhjólum, á öllum fjórum hjólum og loks í lága drifið.

Gott afl og ágætt viðbragð

Með eigin þyngd sem nemur 2130 kg mætti vænta þess að þetta sé bíll sem er ekki að vinna neina spyrnukeppni – það tekur þennan stóra sjö sæta jeppa smá stund að ná fullri siglingu, en viðbragðið er samt mjög gott og án átaka!

Annars virðist 2,2 lítra dísilvélin og sjö þrepa sjálfskiptingin sem á ættir að rekja til Benz, vera flott samstæða með nóg af snúningsvægi til staðar. Stýrið í Rexton er frekar létt og nákvæmt og heldur því vel á meiri hraða.

Sú staðreynd að Rexton er alvöru jeppi byggður á grind hefði fyrir fram getað gefið þá niðurstöðu að allar hreyfingar gætu verið klunnalegri – en útkoman kom á óvart, þægindin í akstrinum eru eins og í góðum fólksbíl af stærri gerðinni.

Bíllinn situr vel á veginum, stöðugur og þægilegur. Það vottaði ekki fyrir því að slitrásirnar í malbikinu væru til óþæginda og fjöðrunin – tvöfaldir liðir í sjálfstæðri fjöðrun að framan og 10-liða sjálfstæð fjöðrun að aftan – er eiginlega í mýkri kantinum.

Góður á grófara vegyfirborði

Þrátt fyrir að fyrri kynslóðir Ssangyong hafi ekki unnið fegurðarverðlaun þá hafa ökutæki þeirra í áranna rás fengið gríðarlega viðurkenningu, ef ekki virðingu, fyrir hæfileika sína á sviði fjórhjóladrifsins.

Það var ekki farið í mikið af erfiðum torfærum í þessum stutta reynsluakstri en ekið á nægilega vondum vegum til að skynja viðbrögðin í bílnum vel. Á heildina litið stóð Rexton sig nokkuð vel; samsvörun gírkassa og hemlunar aflvélarinnar er góður.

Til að skipta á milli 2WD, 4WD High og 4WD Low, er notuð lítill hringlaga hnappur á miðjustokknum beint fyrir aftan gírskiptinguna. Rexton verður að vera kyrrstæður og í hlutlausum gír til að skipta á milli 4WD High og 4WD Low. Vegna þess að ekið var til skiptis á auðu malbiki og snjó þessa daga þá var nokkuð oft skipt á milli drifa og virkaði mjög vel – og var þægilegt

Það er nóg at tökkum og rofum fyrir ökumanninn til að spila á. Á hurðarspjaldinu vinstra megin fyrir neðan gluggann eru stillingar þar sem hægt er að stilla inn í minni hvernig sætið er stillt fyrir nokkra ökumenn. Í stýrinu eru hnappar fyrir síma og útvarp, til að svara og hækka eða lækka, takkar fyrir upplýsingatölvu og fleira. Stjórnbúnaður miðstöðvar er fyrir neðan skjáinn og þar fyrir neðan eru hnappar fyrir stillingar á hitun sæta í þremur styrkleikum.

Stöðugleiki Rexton virðist góður í akstri, lægsti punktur frá jörð er 224 mm, svipuð og hjá mörgum keppinautunum, en aksturstilfinningin er samt sú að við séum samt nær vegyfirborðinu.

Mikill búnaður

Þegar röðin kemur að búnaði þá er þessi bíll svo hlaðinn búnaði að það tæki langan tíma að telja það allt upp. Bíllinn er með

Bíllinn er með sex loftpúðar (þar með talið hliðarloftpúða sem ná alveg aftur í þriðju röðina), sjálfvirkt kerfi neyðarhemlunar (AEBS), viðvörun vagna áreksturs að framan (FCWS), akreinavara (LDWS). Til viðbótar má nefna hliðarloftpúða að aftan og hnépúða fyrir á ökumann, vöktunarkerfi fyrir loftþrýsting í hjólbörðum, blindpunktsgreiningu til hliðar í hliðarspeglum (BSD), aðstoð við að skipta á milli akreina (LCA) og viðvörun fyrir umferð fyrir aftan. Af öðrum búnaði sem er staðalbúnaður má nefna ABS hemlakerfi, ESP stöðugleikastýringu, HDC, heldur á móti niður brekku, ARP veltivörn, HBA sjálfvirk stýring á háu ljósum, TSR umferðamerkjaaðstoð og ISOFIX festingar fyrir barnastóla.

Vélin í Rexton er 2,2 lítra og 181 hestafl. Snúningsvægið er 420 Nm við 1600 til 2600 snúninga sem skila bílnum vel áfram og tryggir að ökumaðurinn hefur ávallt tilfinningu fyrir því að nægt afl sé til staðar til dæmis þegar lagt er upp í brekku.

Þá er enn einn búnaður sem ég vil nefna, en það eru frábær „aðgönguljós“. Gamli jeppinn minn sem nálgast tvítugsaldur lætur ökuljósin loga í smástund þegar heim er komið til að auðvelda það að ganga frá bílnum og inn. Rexton (líkt og sumir aðrir bílar) gerir gott betur, því um leið og komið er út úr húsi og ýtt er á fjarstýringuna í lyklinum þá kvikna ljós, bæði að framan, ljós sem lýsa niður úr hliðarspeglunum til að auðvelda það að ganga með fram bílnum og loks kviknar ljós í hurðarhandfanginu sjálfu. Annars eru hliðarspeglarnir kapítuli út af fyrir sig. Húsið utan um þá lítur út eins og ArtDeco-ljós frá miðri síðustu öld, en útlitið má réttlæta með þessum góðu aðgönguljósum

Inngönguljósin á Rexton er mjög góð og veita ökumanni og farþegum öryggi þegar komið er að bílnum í myrkri.

Niðurstaða

Það er ökutæki sem er hlaðið búnaði, meiri búnaði en hægt er að telja upp og ég hef það á tilfinningunni að það vanti nánast ekki neitt. Bíllinn er með flottar innréttingar og er eins og hugur manns í akstri.

Halló kann nú einhver að segja, er þá ekkert sem má betur fara? Eflaust er það, en í mínum huga eru það þvílík smáatriði að það tekur varla að nefna það, en þá fannst mér að hönnuðir Rexton hefðu mátt hafa upplýsingar um útihitastig læsilegra, því þær upplýsingar birtast í örsmáu letri í línu neðst í mælaborðinu. Áður var fjallað um hve þröngt væri um fullorðna í þriðju sætaröðinni. En í raun var það svo í þessum fjögurra daga reynsluakstri að þegar smávegis marr í innréttingu á holóttum vegi við Hafravatnið var orðið „stórmál“ þá er nú ekki af miklu að taka!

Ssangyong Rexton HLX sameinar vel kosti jeppa og lúxusfólksbíls – svo vel fer hann með ökumann og farþega í venjulegum akstri

Á einhverjum tímapunkti hvarflaði að mér að bera þennan nýja Rexton við bíla eins og Jeep Grand Cherokee eða Toyota Land Cruiser – en ýtti þeim hugsunum jafnhraðan frá mér – fannst það einfaldlega ekki passa!

Flaggskip Ssangyong hefur kastað burt fjötrum úr fortíðinni og þessi nýja kynslóð Rexton stendur svo fyllilega fyrir sínu.

+

Hljóðlátur

Mikill staðalbúnaður

Góður frágangur á innréttingu

Þröngt um farþega í þriðju sætaröð

?

Nokkrar tölur:

Vél: 2,2 l dísel

Strokkar: 4

Sæti: Leður

Gírskipting: 7 þrepa sjálfskipting

Rúmtak: 2157 cc

Vélararfl (hö): 181

Dráttargeta (kg): 3000

Tog (nm):  420 við 1600-2600 sm

Stærðir:

Lengd (mm):  4850

Breidd (án spegla) (mm): 1960

Hæð (mm): 1825 með toppbogum

Eigin þyngd (kg): 2049

Hjólhaf (mm): 2865

Eldsneytisgeymir (ltr.): 70

Farangursrými (ltr.): allt að 1806

Hæð undir lægsta punkt (mm): 224

?

?

Svipaðar greinar

Svipaðar greinar