Föstudagur, 16. maí, 2025 @ 4:25
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

VW kynnir ID Life í München

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
08/09/2021
Flokkar: Bílasýningar
Lestími: 4 mín.
267 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter
  • VW segir verð nýrrar grunngerðar rafbíls byrja í 20.000 evrum

Volkswagen kynnti nýja grunngerð rafbíls á bílasýningunni í München. Framleiðandinn segir að ID Life hugmyndabíllinn í crossover-stíl gefi góða mynd af því sem vænta má en þessi litli rafbíll, byggður á MEB grunni VW Group, á að fara í sölu árið 2025.

Aðlögun MEB grunnsins var lykillinn að því að halda verði bílsins sem lægstu, sagði Ralf Brandstaetter, forstjóri VW, við kynninguna á ID Life.  Mynd: Reuters.

Framleiðsluútgáfa bílsins mun nota aðlagaða útgáfu af MEB grunninum, með hjólhafið stytt í 2500 mm úr 2770 mm eins og er í dag á ID3-bílnum, sagði VW.

ID Life „fangar lykilhæfileika okkar í rafvæðingu, samhæfingu hugbúnaðar sem og gæðum,“ sagði Ralf Brandstaetter, forstjóri VW, við kynningu bílsins á mánudag. Framleiðsluútgáfan mun kosta 20.000 til 25.000 evrur (3 til 3,7 milljónir króna), sagði Brandstaetter.

Aðlögun (scaling) MEB grunnsins, til að bera litla bíla, dregur verulega úr framleiðslukostnaði ID Life og fyrir vikið mun bíllinn „komast inn í 20.000 evra verðlagsbilið“, sagði Brandstaetter.

Styttri gerð á MEB grunninum myndi einnig bjóða upp á litlar rafmagnsgerðir fyrir bæði Skoda og Seat Cupra hágæða vörumerkið, sagði forstjóri VW og bætti við að fjölskylda „litlu bílanna” yrði „líklegast“ smíðuð á Spáni.

„Við ætlum líka að staðsetja rafhlöðuframleiðslu þar,“ sagði Brandstaetter.

Væntanlega nefndur ID1

Búist er við því að VW kalli bílinn ID1 og hlaðbaksútgáfan, sem áætlað er að komi síðla árs 2027, fengi þá nafnið ID2.

Gert er ráð fyrir að útgáfa Skoda af bílnum verði kölluð Elroq.

Sagt er að ID Life sé búinn 57 kílówattstunda rafhlöðu til að gefa bílnum um 400 km drægni.

Rafmótorinn hefur verið færður í framenda bílsins og er hann því fyrsta framhjóladrifna MEB gerðin.

231 hestafls rafmagnsmótorinn gefur bílnum 6,9 sekúndna hröðunartíma frá 0 upp í 100 kílómetra hraða, greindi VW frá.

VW sagði að hönnun bílsins væri einföld og hagkvæm; einfaldleikinn mótaði stefnuna. Til að mynda verður ekki upplýsingaskjár í ID Life heldur birtast upplýsingar á snjallsíma ökumanns eða spjaldtölvu sem festist með segli við mælaborðið. Einnig verður hægt að varpa upplýsingunum upp á framrúðuna.

Mikið af endurunnum efnum

Áhersla er lögð á endurnýtingu og endurvinnslu í framtíðarstefnu VW. Það efni sem notað er í innanrými ID Life er að stórum hluta endurunnið.

Loftklæðningin á færanlegu þakinu er til dæmis úr endurunnum plastflöskum og fest með rennilásum.

Sætisáklæðin eru gerð úr endurunnum plastflöskum og gömlum stuttermabolum sem fá þar nýtt hlutverk.

Bíllinn verður vissulega búinn nýjasta upplýsinga- og afþreyingarkerfi VW með tilheyrandi tækniundrum sem nánar verða krufin síðar.

Samþættur skjávarpi gerir notendum mögulegt að varpa myndefni á framrúðu bílsins og til að njóta þess sem fyrir augu ber (að sjálfsögðu þarf bíllinn að vera „STOPP“ þegar horft er á kvikmyndir o.þ.h.) má fella framsætin saman, setjast í aftursætið og teygja úr skönkunum.
Hönnun stýrisins er nýstárleg og svipar til stýrisins í nýjustu uppfærslunni á Tesla Model S. Athyglisvert er að gírskiptingin er í stýrinu. Myndavélar koma í stað innri og ytri spegla, og farsíminn (eða spjaldtölvan) leysir hefðbundna sjáinn af hólmi.

(Byggt á Reuters – Automotive News Europe)

Fyrri grein

Verksmiðjuinnkallanir bíla

Næsta grein

BL frumsýnir nýjan og breyttan Nissan Qashqai

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

Bílasýningin í Sjanghæ opnar með tolla Trumps og öryggi í aðalhlutverki

Bílasýningin í Sjanghæ opnar með tolla Trumps og öryggi í aðalhlutverki

Höf: Jóhannes Reykdal
23/04/2025
0

SHANGHAI - Reuters News - Helstu árlegar bílasýningar Kína eru orðnar sýningargluggi fyrir uppgang sífellt ódýrari rafbíla sem afkasta betur...

Atvinnubílavika ÍSBAND 7.-11. apríl

Atvinnubílavika ÍSBAND 7.-11. apríl

Höf: Jóhannes Reykdal
07/04/2025
0

Ert þú í kraftmiklum rekstri? Atvinnubílavika ÍSBAND er í fullum gangi. ÍSBAND umboðsaðili Fiat og RAM á Íslandi efnir til...

Bíll númer 570 af aðeins 1974 til sýnis hjá Bílabúð Benna

Bíll númer 570 af aðeins 1974 til sýnis hjá Bílabúð Benna

Höf: Jóhannes Reykdal
28/03/2025
0

50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo frumsýnd á laugardag Á síðasta ári kynnti Porsche sérstaka 50 ára afmælisútgáfu af hinum goðsagnakennda...

Næsta grein
BL frumsýnir nýjan og breyttan Nissan Qashqai

BL frumsýnir nýjan og breyttan Nissan Qashqai

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Fiat 500 fær aftur bensínvél

15/05/2025
Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.