Volkswagen ID Buzz verður húsbíll í Þýskalandi
Bílnum var breytt af sérsmíðafyrirtæki sem heitir Alpin Camper
Volkswagen hefur tilkynnt að það muni vafalaust bjóða upp á húsbílavalkost frá verksmiðjunni fyrir nýtilkominn ID Buzz, þó samt ekki fyrr en eftir nokkur ár í viðbót.
Þangað til það gerist munu önnur lítil sérhæfð fyrirtæki bjóða upp á sína útgáfu, eins og Alpin Camper í Bæjaralandi, sem nýlega sýndi Buzz húsbílinn sinn á stórri ferðaþjónustu- og tómstundasýningu í Þýskalandi.
Þetta er örugglega sú fyrsta af mörgum slíkum húsbílabreytingum fyrir ID Buzz, en breytingin lítur virkilega út, sérstaklega að innan þar sem hann er með sérsniðið afturhólf.
Litla setusvæðið inni er líka rúm og á móti er eldhúskrókur búinn öllu sem þú gætir búist við að finna í nútímalegum húsbíl (vaskur og spanhelluborð).
Engar myndir af ökumannssvæðinu eru þó sýndar, svo það hefur væntanlega engar breytingar fengið.
Alpin Camper breytti því sem lítur út eins og mjög einfaldur ID Buzz, sem er með hjólkopa og auða plastið í stað ljósastangar, alveg eins og á Cargo útgáfunni.
Reyndar, þegar horft er inn um gluggann inn í framrýmið, lítur út fyrir að bíllinn sé með dökkgráum sætum og mælaborði Cargo-gerðarinnar.
Þetta er þó ekki fyrsti ferðabíllinn sem byggir á Buzz.
Ein útgáfa var sýnd á síðasta ári í september á öðrum stað í Þýskalandi, búin til af Ququq.
Sá bíll lítur ekki alveg eins glæsilega út að innan, en hann var með þaktjaldinu, stærra rúmi aftast, sem og sitt eigið tjaldeldhús – þeir sýndu það meira að segja draga sitt eigið pínulitla hús á hjólum á viðburðinum þar sem bíllinn var sýndur.
VW mun sennilega nota útgáfu með lengra hjólhafi
Þegar Volkswagen kemst í það að breyta Buzz í húsbíl er þó talið að hann muni nota útgáfu með lengra hjólhafi, væntanlega til að nýta betur stærra rúmmál innanrýmis, sem og stærri rafhlöðu sem gæti verið í boði.
Og miðað við áratuga sögu að baki því að VW „rúgbrauði“ var breytt í húsbíla, þá má veðja á að framleiðandinn muni nýta sér arfleifðina til fulls.
(frétt á vef INSIDEEVs)
Umræður um þessa grein