Velja eyðimörkina frekar en snjóinn!
Bílasýningunni í Genf aflýst og skipuleggjendur velja að hafa „aukabílasýningu“ sem haldin verður í Doha.
Samkvæmt fréttum frá Reuters og Bloomberg hefur bílasýningunni í Genf, sem átti að fara fram í febrúar, verið aflýst fjórða árið í röð.
Skipuleggjendur viðburðarins eru að breyta frá því að vera á hefðbundnum köldum stað í Alpasvæði Evrópu yfir í heitari Miðausturlönd. Þeir munu einbeita sér að „aukabílasýningu“, Alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í Katar, sem verður haldin í Doha höfuðborg Katar í nóvember 2023.
Töldu skipuleggjendur ákvörðunina um að halda sýninguna utan síns heimabæjar tilkomna vegna ótilgreindra efnahagslegra, landpólitískra og heimsfaraldurstengdra áhyggjuefna.
„Áhættan yfirkeyrði tækifærin,“ sagði Maurice Turrettini, forseti stofnunarinnar sem rekur sýninguna, í yfirlýsingu á fimmtudag.
Sýningin hefur ekki verið haldin síðan 2019 eftir að hafa verið aflýst dögum áður en fyrirhuguð sýning átti að opna árið 2020 vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar.
Febrúar 2023 sýningunni sem átti að vera í Genf hefur verið skipt út fyrir viðburð sem verður í Doha, samkvæmt yfirlýsingu á síðasta ári í samstarfi við Qatar Tourism.
Fréttin birtist innan við mánuði áður en fyrirhugað er að opna Norður-Ameríku bílasýninguna í Detroit, sem hefur heldur ekki verið haldin í þrjú ár.
Áætlað er að Katar-viðburður Genfarsýningarinnar verði haldinn á tveggja ára fresti.
Umræður um þessa grein