Toyota frumsýnir Camry árgerð 2020 með aldrifi – aftur eftir næstum 30 ár – en bara á Bandaríkjamarkaði
Toyota kynnti á miðvikudag að Camry 2020 væri fáanlegur með aldrifi og 2021 Avalon í því skyni að keppa við vinsælli „crossover“ og jeppa, en aðeins á Bandríkjamarkaði.
Það er í fyrsta skipti sem Avalon fólksbifreiðin er fáanleg með aldrifi og í fyrsta skipti sem aldrif er í boði í Camry meðalstærðar fólksbifreið síðan 1991.
Búnaður frá RAV4
Drifrás frá RAV4 verður í boði nema í grunngerðinni L og blendingsgerð Camry. Flestar Camry gerðir eru með 203 hestafla 2,5 lítra línuvél 4 strokka með 8 gíra sjálfskiptinguu. Með nýja aldrifskerfinu er hægt að nota allt að helming togs til að knýja afturhjólin ef framhjólin renna eða eru grafin í snjó eða við upphaf ferar. Það er ekki talið líklegt að V-6 Camry verði boðinn með aldrifi.
Toyota bætti við að fjórhjóladrifskerfið ætti ekki að auka eldsneytisnotkun vegna þess að hægt er að aftengja afturdrifið við akstur. AWD kerfið er sjálfvirkt og bætir við 75 kílóum við heildarþyngdina.
Rými innanhúss ætti að vera það sama og blendingamódelin og mismunadrif að aftan ættu ekki að skerða rýmið í dýpt skottisins, að sögn Toyota.
Kemur aftur eftir 30 ár
Jafnvel þó að Camry hafi ekki haft aldrif síðan 1991, hefur það ekki skaðað söluna á bílnum í Bandaríkjunum sem mest selda fólksbifreiðin í Ameríku. Sala á meðalstærðum fólksbíla eins og Camry minnkar og endurkoma aldrifa getur aðeins hjálpað. Nýja aldrifsútgáfan, sem aðeins er boðin í Norður-Ameríku, gerir Camry meira sannfærandi val. Miðstærðarfólksbílar með fjórhjóladrifi eru meðal annars aldraður Dodge Charger og endurhannaðar gerðir af Nissan Altima og Subaru Legacy, sem kemur með aldrif sem staðalbúnað. Mazda6 fær að sögn aldrifsvalkost og Kia Stinger býður upp á aldrif. Honda Accord kemur aðeins í framhjóladrifi.
2021 Avalon AWD er í XLE og Limited útgáfum og kemur sem staðalgerð með upphituðu stýri. Hann fer í sölu haustið 2020.
Ekki var tilkynnt um aukakostnað aldrifskerfisins, en viðskiptavinir ættu að búast við aukagjaldi upp á um 1.500 dollara. Valfrjáls pakki fyrri „kalt veðurfar“ með upphituðum sætum og öðrum hlutum er í boði á Camry með aldrifi. Tilkynnt verður um verðlagningu þegar Camry með aldrifi af árgerð frá 2020 kemur til sölumanna með vorinu í Bandaríkjunum.
Umræður um þessa grein