Toyota frumsýnir aðra kynslóð vetnisbílsins Mirai
Endurhönnuð glæsileg útgáfa bílsins birtist á bílasýningunni í Tókýó eftir tvær vikur
Toyota Mirai (Mirai (??) á japönsku þýðir „framtíðin“) er meðalstór vetnisbíll framleiddur af Toyota, sem var frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles 2014, ein fyrsta slíkra fólksbifreiða sem seld er í atvinnuskyni.
Þessi fyrsta kynslóð Mirai þótti ekkert sérstaklega falleg en fær nú róttæka umbreytingu í áferðarfallegan fólksbíl í sinni annarri kynslóð.
Toyota segir að þeir muni afhjúpa endurhönnunina á bílasýningunni í Tókýó í mánuðinum og þar muni bíllinn koma fram eins og ljótur andarungi sem hefur þroskast í glæsilegan svan.
En full endurhönnun bílsins heldur vetnisknúinni drifrás bílsins. En jafnvel hún batnar, nú með 30 prósent lengri akstursdrægni og betri hröðun og afköst.
Yfirverkfræðingurinn Yoshikazu Tanaka sagði að vatnsgeislunarkerfið væri endurhannað frá toppi til táar.
Mirai hugmyndabíllinn, sem var forsýndur fyrir fréttamenn í Tókýó á dögunum, er afturhjóladrifin, fimm sæta fólksbifreið í Coupé-stíl. Að sögn Toyota er þetta mjög nálægt því hvernig bíllinn muni verða framleiddur.
Framleiðsluútgáfan fer í sölu á næsta ári í Japan, Norður Ameríku og Evrópu.
Núverandi Mirai, sem tekur aðeins fjögur sæti, var sett af stað fyrir takmarkaða dreifingu árið 2014. Toyota hefur aðeins selt um 10.000 síðan þá. En önnur kynslóðin er hluti af þrýstingi Toyota um að byggja upp eftirspurn eftir vetni sem eldsneyti, til að staðsetja kerfið sem sannkallaðan „hreinbílakost“.
„Til þess hlýtur bíllinn að verða tilfinningaríkari,“ sagði Tanaka. „Það er áskorun okkar. Við vildum að Mirai væri bíll sem fólk vildi virkilega keyra – og það vill svo til að þetta er bara vetnisbíll“.
Vetnisbíllinn deilir grunni með Lexus LS, flaggskipi lúxusbíla Toyota, sem gerir hann lægri, lengri og breiðari en fyrsta Mirai. Grunnir þess bíls, GL-A, var hannaður til að koma til móts við margs konar drifrásir og eldsneyti.
Breiðari lengri
Næsti Mirai fær einnig breiðari sporvídd og lengri hjólhaf, sem hjálpar til við að bera stærri vetnisgeymslu.
„Í grundvallaratriðum er þetta allt annar bíll,“ sagði Simon Humphries, yfirmaður hönnunar Toyota, um annarrar kynslóðar bílinn. „Okkur vantaði þennan bíl og ákváðum að hafa hann eins glæsilegan og fallegan og mögulegt er“.
Í því skyni að lækka kostnað bílsins um helming reiknar Toyota með meira sölumagni og dregur úr notkun á dýrmætu hráefni, svo sem platínu í eldsneytisbúnaðinum. Toyota gerir ráð fyrir að smíða bifreiðina í venjulegri samsetningarverksmiðju. Fráfarandi Mirai er handbyggður í litlu verkstæði í Toyota borg.
Toyota sagði árið 2015 að það vildi selja 30.000 bíla með efnarafal á ári árið 2020, þar með talið rútur, vörubílar og lyftarar auk bíla eins og Mirai.
?
Umræður um þessa grein