Rafmögnuð jeppasýning
ISBAND frumsýnir Jeep Wrangler Rubicon 4xe Plug-In-Hybrid.
ISBAND umboðsaðili Jeep á Íslandi frumsýnir laugardaginn 29. maí hinn goðsagnakennda jeppa, Jeep Wrangler Rubicon 4xe í Plug-in-Hybrid útfærslu.
Wrangler Rubicon 4xe er gríðarlega öflugur, 373 hestöfl og með 637 Nm í tog. 100% driflæsingar að framan og að aftan, lágt drif og með aftengjanlegri jafnvægisstöng að framan.
Wrangler Rubicon 4xe er á verði sem á sér engan samanburð, en hann kostar frá 9.490.000 kr.
Wrangler Rubicon er frumsýndur í Launch Edition útfærslu með ríkulegum staðalbúnaði á 10.490.000 kr. og hentar einstaklega vel til breytinga. Í boði eru 35”-40” breytingapakkar frá breytingaverkstæði ISBAND.
Á sýningunni verður forsýning á nýjum Jeep Compass Limited 4xe Plug-In-Hybrid, en hann kemur nú með nýrri glæsilegri innréttingu og enn ríkulegri aukabúnaði en áður. Verð á Jeep Compass Limited 4xe er frá 5.990.000 kr og verðið á nýju útfærslunni er 6.399.000 kr
Þá verða til sýnis Jeep Renegade Trailhawk 4xe Plug-In-Hybrid verð 5.490.000 kr.,
Jeep Grand Cherokee óbreyttir og 33”-35” breyttir og RAM 3500 pallbílar með 35, 37” og 40” breytingu.
Sýningin er í sýningarsal ISBAND að Þverholti 6 í Mosfellsbæ og er opin á milli kl. 12-16
Umræður um þessa grein