Nýr Bentley Bacalar verður aðeins framleiddur í 12 eintökum
Bentley, sem fetar í fótspor annarra undirvörumerkja Volkswagen Group, Bugatti og Lamborghini, hefur komið fram með bíl í takmörkuðu upplagi, mjög sérsniðna gerð í Bentley Bacalar.
Í sláandi opnum bílnum snýst allt um sérstöðu og persónugerðan stíl að innan sem utan. Bentley sagði að einungis 12 bílar séu áætlaðir til framleiðslu.
Hvað varðar hönnun að utan, þá fær Bacalar lánaðan mikið af sínum stíl frá EXP 100 GT hugmyndabílnum sem Bentley kom fram á síðasta ári á 100 ára afmælisári sínu. Þetta er sérstaklega áberandi að framan og aftan á Bacalar.
Ekki rafmagnsbíll
En ólíkt EXP 100 GT, þá er Bacalar ekki með rafmagnsafli. Í staðinn er 6,0 lítra W-12 vél með 650 hestöflum og 904 Nm togi undir húddinu. Hann er með átta gíra gírkassa og aldrifi.
Að innan var Bentley með sjálfbær efni eins og ull á sætispúðum, sætisbökum og hlið höfuðpúðanna. Þarna er líka mælaborð sem er með viðarspæni úr 5.000 ára gömlum við.
Það kom fram í kynningu hjá Bentley sagði að Bacalar deilir ekki neinum hlutum yfirbyggingar með neinum öðrum gerðum fyrirstækisns. Hann er byggður á Continental GT blæjubílnum.
Heitir eftir stöðuvatni í Mexíkó
Bentley segir að bíllinn beri nafn eftir Laguna Bacalar, stöðuvatni í Mexíkó.
Verðlagning byrjar á um það bil 1,5 milljónir punda (250 milljónir íslenskar króna) fyrir skatta og Bentley tók fram að öll 12 eintökin eru þegar seld. Afgreiðsla hefst innan 12 mánaða.
Bacalar er einn af nýjum bílum frá undirfyrirtækjum Volkswagen Group sem verður framleiddur í mjög fáum eintökum. Á síðasta ári afhjúpaði Lamborghini Sian FKP 37 hybrid-ofurbílinn, með 63 bíla framleiðslu, á sýningunni í Frankfurt. Á sama tíma afhjúpaði Bugatti Centodieci með átta bílum í framleiðslu á bílavikunni í Monterey.
Bacalar gefur einnig til kynna nýja stefnu fyrir sérsniðna deild Bentley, Mulliner, sem nú mun bjóða upp á nýjar, sérsniðnar gerðir undir „Coachbuilt“-merkinu. Bentley segir að Bacalar sé fyrsta Coachbuilt-gerðin en aðrar muni fylgja eftir.
?
Umræður um þessa grein