Nýr 2021 Volkswagen Golf R opinberlega kynntur með 316 hestöflum
- Hulunni hefur verið svift af nýjum 316 hestafla Volkswagen Golf R
Nýr Volkswagen Golf R í áttundu kynslóð þessa bíls hefur verið kynntur opinberlega. Hann trjónir á toppnum í framboði vörumerkisins – og mun fylgja nýkomnum GTI, GTD og GTE inn í sýningarsalina snemma á næsta ári.


Þegar hann kemur á markað mun þessi nýi Volkswagen Golf R verða í samkeppni við fjölmarga keppinauta, þar á meðal BMW M135i, Mercedes-AMG A 35 og nýjasta Honda Civic Type R.

Nýi Volkswagen Golf R er líkt og fyrirrennarinn með 2,0 lítra fjögurra strokka túrbó bensínvél. Þessi nýjasta útgáfa hefur þó verið meðhöndluð með aðeins meiri áherslu, sem opnar aukalega 20 hestöfl og 20 Nm tog – og tekur afköst þessa sportlega bíls í 316 hestöfl og 420 Nm tog.
Vélin sendir afl til allra fjögurra hjóla um sjö gíra gírkassa með tvöfaldri kúplingu – sem, ásamt afköstunum, segir Volkswagen að muni gefa þessum nýjum Golf R 0–100 km hröðun á 4,7 sekúndum og rafrænt takmarkaðan hámarkshraða 250 km/klst. Hins vegar geta kaupendur valið að láta takmarka hann við 270 km/klst með því að tilgreina valfrjálsan R-Performance pakka fyrirtækisins.
Eins og í flestum sportlegum bílum frá Volkswagens er undirvagn Golf R hlaðinn snjallri tækni sem er hönnuð til að bæta afköst í akstri á braut. Meðal áberandi eiginleika má nefna tveggja þrepa rafrænt stöðugleikaprógramm, háþróað togstýringarkerfi og nýtt togkerfi sem getur ekki aðeins dreift afli vélarinnar á milli fram- og afturöxlanna – heldur einnig á milli afturhjólanna tveggja.
Undirvagn Golf R kemur með sex stillingar fyrir ökumanninn. Samhliða venjulegri þæginda-, sport-, kappaksturs- og einstaklingsstillingum er ný „sérstök“ stilling sem Volkswagen segir að hafi verið stillt sérstaklega fyrir Nürburgring-brautina. Stillingin mýkir dempara bílsins og stillir átakið til að leyfa R-bílnum að senda hámarksafl á yfirborð kappakstursbrautarinnar krókóttu.

Athyglisverðasta akstursstilling Golf R er hins vegar nýi „Drift“ hátturinn, sem Volkswagen segir að muni draga úr gripstýringunni og senda mest afl vélarinnar í afturásinn, til að leyfa þessum sportlega hlaðbak að fara í „drift“.

Volkswagen segir allar þessar endurbætur á raf- og hugbúnaði hafa gert nýja Golf R mun liprari en gerðin sem hann kemur í staðinn fyrir – og til að gera endurbæturnar eins skilvirkar og mögulegt er eru þær studdar af röð ágætra vélrænna uppfærslna.
Raunverulegar endurbætur á undirvagni fela í sér stífari dempara með aðlögun, nýtt framsækið vökvastýrikerfi, breiðari álfelgur og stórar 18 tommu diskabremsur á framöxli, sem koma í stað 17 tommu eininga gamla bílsins. Golf R er einnig 20 mm nær jörðu en venjulegur hlaðbakur, til að lækka þyngdarpunktinn og bæta meðhöndlunina í akstrinum.
Umbætur í útliti umfram venjulegan áttundu kynslóðar Golf eru nokkuð aðhaldssamar, þar sem einu endurbæturnar eru nýtt sett af 18 tommu álfelgum, sett af lágstemmdum „R“ merkjum og aðeins meira áberandi yfirbyggingarkitt með með dýpri sílsum.
Mest áberandi stílbreytingar sem sýna að þetta sé flaggskipútgáfa af Golf eru útblásturskerfið með fjórum stútum. En fyrir þá sem vilja vera aðeins meira áberandi býður Volkswagen einnig upp á sem aukabúnað tveggja hluta vindskeið að aftan, stærri 19 tommu álfelgur og hljóðmeira (og léttara) Akrapovic útblásturskerfi.
Endurbætur Volkswagen á innréttingunni eru aðeins augljósari. Það sést meðal annars á pari af sportsætum, fótstigum úr ryðfríu stáli, einstökum hurðarspjöldum og nýtt sportstýri með settum af stærri flipastýringum og með bláa sauma R-merkisins. Kaupendur fá einnig sérhannað umhverfislýsingakerfi og „R“ merki fyrir sæti og gólfmottur bílsins.
Golf R deilir sama 10 tommu upplýsingakerfi og stafrænum tækjaklasa og venjulegur Golf af áttundu kynslóð – þó að skjáir kerfisins hafi allir verið stilltir upp á nýtt með einstakri grafík með bláu yfirbragði. Ökumenn geta jafnvel valið á milli tveggja hönnunar á mælaborði, sem sést til dæmis annaðhvort með hringlaga eða láréttum snúningshraðamæli – og þegar ekið er í handvirkri stillingu mun mælaborðið bjóða upp á sýnilega áminningu til að minna ökumanninn á að skipta um gír.
Búist er við að fyrstu afhendingar á bílnum á markaði verði snemma árs 2021.
(byggt á frétt á AutoExpress – myndir frá Volkswagen)
VIDEO VW R
Umræður um þessa grein