Mazda með nýjan rafmagnsbíl á bílasýningunni í Tókýó í næsta mánuði
Mazda Motor Corp. Hefur lagt metnað sinn í þróun brunahreyfla í bíla fram að þessu, en samkvæmt frétt á Automotive News Europe munu þeir fljótlega afhjúpa rafmagnsbíl sem eingöngu gengur fyrir rafmagni sem Mazda hyggst hefja sölu á næsta ári.
Rafmagnsbíllinn verður frumsýndur í næsta mánuði á bílasýningunni í Tókýó, að því er talsmaður Mazda, Yoshikazu Nagai hefur staðfest. Bílasýningin í Tókýó opnar dyr sínar fyrir gestum eftir nákvæmlega mánuð, eða þann 24. október næstkomandi. Mazda hefur þegar útbúið bíla með aflrásinni fyrir reynsluakstur, eins og sést á myndinni með þessari grein.
Í tilraunabílunum er rafbúnaðurinn falinn undir yfirbyggingu hins nýja „crossover“ CX-30. En sýningarbíllinn sem kemur á svið í Tókýó verður „glæný gerð,“ segir Mazda, þó fyrirtækið segi ekki hvaða útlit ökutækið muni vera með.
Að því er frumgerðina varðar þá fær þessi nýi rafmagnsbíll drifrás með 35,5 kílóvattstunda rafhlöðu sem skilar 105 kilówatta afli með 26,95 kg-m togi.
Kemur á markað á næsta ári
Mazda hefur sagt að rafmagnsbíllinn verði kynntur á næsta ári sem hluti af áætlun þeirra að breyta yfir í rafdrifna bíla smám saman.
Fyrirtækið hannaði bílinn innanhúss og verkefnið er aðskilið frá sameiginlegri þróunarvinnu sem Mazda vinnur sem hluti af samsteypu rafmagnsbíla undir forystu Toyota. Þetta samstarfsverkefni var sett af stað árið 2017 og í þeim hópi eru Subaru, Suzuki og Denso Corp, sem er birgir fyrir Toyota.
Þessi nýi væntanlegi rafmagnsbíll verður fáanlegur í tveimur gerðum – bíll sem eingöngu notar rafmagn og bíll með sem verður með viðbótarorku, sem eykur akstursvegalengd. Rafmagnsbíllinn mun miða á markaði eins og Japan, Evrópu og Kína þar sem rafbílar geta komist af með styttra aksturssvið. En litið er á bíla með viðbótarmótor sem nauðsynlega fyrir Norður Ameríku og aðra markaði þar sem daglegur akstur er mun lengri. Búist er við að þessi gerð verði með litlum „rotary“-mótor til viðbótar við rafmótorinn.
?
Umræður um þessa grein