Jeppa- og útivistarsýning Kia á laugardaginn
Kia á Íslandi fagnar vetrinum á laugardaginn 2. febrúar og verður með jeppa- og útivistarsýningu Kia. Þar kynna þeir Kia Sorento með 31’’ Arctic Edition breytingu að verðmæti 470.000 kr. og Kia Sportage með veglegum 400.000 kr. vetrarpakka. Að auki verða aukahlutir í boði á sérstökum kjörum.
Á sýningunni verða einnig sérfræðingar frá Fjallakofanum sem ætla að sýna gestum allar helstu nýjungar í vetrarsportinu. Ljúffengar flatkökur, rjúkandi heitt kakó og kaffi á könnunni.
Kia á Íslandi opnaði á dögunum ný og glæsileg húsakynni Kia á Krókhálsi 13 og því er tilvalið að líta á þessa sýningu og sjá nýja húsnæðið á laugardaginn kl. 12–16.
Veglegir vetrarpakkar í boði
Kia Sorento Arctic Edition er 31“ breyting fyrir Sorento að verðmæti 470.000 kr. Bíllinn er eingöngu hækkaður á fjöðrun og heldur því upprunalegum aksturseiginleikm sínum en hærra verður undir lægsta punkt. Arctic Trucks framkvæma þessa breytingu. Innifalið í breytingunni er: 3 cm hækkun að aftan, 2,5 cm hækkun að framan, færsla á demparafestingum, 31“ míkróskorin heilsársdekk, hjólastilling, ryðvörn og 22 cm veghæð
Þá verður Kia Sportage kynntur með vetrarpakka að verðmæti 400.000 kr. Innifalið í honum eru vetardekk, dráttarbeisli, þverbogar og skíðafestingar.
Kia Sportage fæst bæði fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur sem og í Mild-Hybrid útfærslu
Umræður um þessa grein