Fyrstu fréttir af sýningunni sem byrjar 6. september
Núna þegar kórónavírus er aðeins farinn að sleppa af okkur klónum þá lifnar yfir bílaiðnaðinum.
Gott dæmi um það er að fyrsta bílasýningin í München hefst nú í september með blaðamannadegi 6. september og dyr verða opnaðar fyrir almenningi daginn eftir.
Opinberlega er bílasýningin í München kölluð IAA Mobility, eða „hreyfanleiki“ og henni er dreift um borgina, með hefðbundnu bílasýningarými auk sýninga í miðbænum og jafnvel prófunarbraut sem tengir saman tvo helstu staðina.
Vefur Auto Express er að fjalla um þessa sýningu, og hvers er að vænta, skoðum það nánar.
Margir sem ekki mæta
Það er vitað nú þegar að Audi, BMW, Cupra, Dacia, Ford, Hyundai, Mercedes, MINI, Polestar, Porsche, Renault, Rolls-Royce, Smart og Volkswagen munu mæta, þó aðeins örfáir af þessum bílaframleiðendum hafi tilkynnt hvað þeir muni sýna.
En það vekur ekki síðri athygli að sumir bílaframleiðendur munu ekki vera með á sýningunni að þessu sinni, sérstaka athygli hefur vakið að Stellantis vörumerkin, þar á meðal Vauxhall, Peugeot, Citroen og Fiat ekki mæta á sýninguna.
Í fyrsta sinn í Munchen
Bílasýningin í München, sem kemur í stað hefðbundinnar bílasýningar í Frankfurt á þessu ári, verður byggð í kringum Summit svæðið, dæmigert bílasýningarými með nýjum vörum og frumsýningum.
Svo er það „Blue Lane“, prufuakstursbraut sem liggur frá ráðstefnumiðstöðinni að miðbænum, þar sem gestir geta prófað nýjar vörur eins og bíla og reiðhjól – þar sem þessi bílasýning beinist að alls konar hreyfanleika en ekki bara bílum.
Svo er það Opna rýmið í miðbænum, þar sem gestir í München geta séð nýju bílana og aðrar samgöngur, auk skemmtana og annarra viðburða.
Audi – Sky Sphere
Audi mun sýna tríó hugmyndabíla á bílasýningunni, sem þeir kalla „Sphere“, þar á meðal sportbíl, lúxusbíl og jeppa.
Sportbíllinn er kallaður ‘Sky Sphere’ og teikning sýnir útlínur af bíl með langri vélarhlíf og lága þaklínu.
Næst er lúxusbíllinn kallaður ‘Grand Sphere’ sem einnig var kynntur með útlínuteikningu sem sýnir gerð með langa og hallandi þaklínu, stóra hjólboga og háa axlarlínu.
„Urban Sphere“ er sá síðasti í seríunni og teikning af honum sýnir sportjeppa með næstum Peugeot 5008 hliðarsnið með mjög flatri framhlið.
BMW 7 Series
Orðrómur er um að BMW muni sýna nýja 7 Seríu lúxusfólksbílinn á bílasýningunni í ár, hugsanlega í formi hugmyndabíls. Það mun sýna breytinguna frá brunavélum til framtíðar rafknúinna lúxusbíla á nýjum grunni.
Dacia Lodgy
Bílaframleiðandinn Dacia mun sýna nýjan sjö sæta fjölnotabíl sem kallast Lodgy á sýningunni. Hann mun nota sama grunn og nýju Sandero og Sandero Stepway, en hann verður stærri til að rúma aukasæti fyrir farþega.
Renault
Renault er með sterka uppstillingu á sýningunni í München og byrjar með nýja Megane E-Tech rafbílnum. Það er full rafknúin útgáfa af þessum vinsæla fjölskyldubíl og mun keppa við Volkswagen ID.3.
Frumgerð Renault 5 rafbílsins, sem þegar hefur verið fjallað um hér á síðum Bílabloggs, mun einnig láta sjá sig á sýningarbásnum auk nokkurra klassískra Renault 5 bíla til samanburðar.
Væntanlega mun tengitvinngerð Megane einnig vera þarna með.
Nýir bílar fyrir þéttbýli
Að lokum verða til ökutæki frá nýja Mobilize vörumerkinu, sem Renault notar til að sýna fyrirhugað úrval þéttbýlisbíla, líklega kallað Duo, Bento, Limo og Hippo. Þessi lína lítur út fyrir að vera í koma í stað hins sérstæða Twizy, en með nútímalegri sölustefnu með þar sem rukkað er fyrir notkun og þann tíma sem varið er í bílnum og greitt er fyrir með snjallsíma.
En þetta eru aðeins fyrstu fréttirnar frá sýningunni í Munchen – en það kemur örugglega meira fljótlega.
(byggt á frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein